Tíu sérfræðingar á vegum kosningaeftirlits ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) tóku til starfa í dag. Þeir munu fylgjast með framkvæmd kosninganna auk þess sem þeir munu eiga fundi með stjórnvöldum, framboðunum, kjörstjórnum og öðrum sem koma að kosningunum.
Hópurinn, sem kom til landsins í gær, fundaði með fulltrúum dómsmálaráðuneytisins í dag. Þá munu þeir funda með landskjörstjórn á morgun. Hópurinn verður hér á landi fram yfir kosningar og mun skila af sér skýrslu í kjölfarið.