MMR: Fylgi VG eykst

mbl.is/Þorkell

Sam­fylk­ing­in mæl­ist stærsti stjórn­mála­flokk­ur­inn sam­kvæmt nýrri könn­un MMR, með 29,8% fylgi. Í síðasta mánuði mæld­ist stuðning­ur við Sam­fylk­ing­una 30,5% í könn­un MMR. Stuðning­ur við Sjálf­stæðis­flokk­inn mæl­ist nú 28,8% en var 29,3% í mars. Vinstri græn bæta við sið fylgi, eru nú með 25,9% en voru með 22,7% í mars.

Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins mæl­ist nú 9% en var 10% í mars, sam­kvæmt könn­un MMR og Borg­ara­hreyf­ing­in nýt­ur stuðnings 4,1% kjós­enda. Aðrir flokk­ar eru með minna en 2% fylgi.

Tekið er fram í til­kynn­ingu MMR að meiri­hluti gagna­öfl­un­ar vegna könn­un­ar­inn­ar fór fram dag­ana 6. og 7. apríl, það er áður en fregn­ir bár­ust af styrkja­mál­um stjórn­mála­flokk­anna.

Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina mæl­ist nú 51,5% sem svipaður stuðning­ur og hún naut sam­kvæmt könn­un MMR í mars.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um könn­un­ina

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert