MMR: Fylgi VG eykst

mbl.is/Þorkell

Samfylkingin mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn samkvæmt nýrri könnun MMR, með 29,8% fylgi. Í síðasta mánuði mældist stuðningur við Samfylkinguna 30,5% í könnun MMR. Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist nú 28,8% en var 29,3% í mars. Vinstri græn bæta við sið fylgi, eru nú með 25,9% en voru með 22,7% í mars.

Fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 9% en var 10% í mars, samkvæmt könnun MMR og Borgarahreyfingin nýtur stuðnings 4,1% kjósenda. Aðrir flokkar eru með minna en 2% fylgi.

Tekið er fram í tilkynningu MMR að meirihluti gagnaöflunar vegna könnunarinnar fór fram dagana 6. og 7. apríl, það er áður en fregnir bárust af styrkjamálum stjórnmálaflokkanna.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 51,5% sem svipaður stuðningur og hún naut samkvæmt könnun MMR í mars.

Nánari upplýsingar um könnunina

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka