Tekist á um skattahækkanir

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg

Sig­urður Kári Kristjáns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, spurði á Alþingi í dag hvort það væri virki­lega svo, að stefna Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar- græns fram­boðs væri að lækka laun op­in­berra starfs­manna og hækka jafn­framt skatta á al­menn­ingi.

Sig­urður Kári sagði í umræðu um störf þings­ins, að Vinstri græn­ir væru nú að sýna sitt rétta and­lit í kosn­inga­bar­átt­unni og vísaði til þess, að vara­formaður flokks­ins hefði á borg­ar­a­fundi í Reykja­vík í gær­kvöldi boðað að bæði ætti að lækka laun op­in­berra starfs­manna og jafn­framt að hækka skatta.

Álf­heiður Inga­dótt­ir, þingmaður VG, sagði að það væri stefna flokks­ins, að fara blandaða leið til að stoppa í gatið sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hefði skilið eft­ir á fjár­lög­um rík­is­ins. Bæði þyrfti að hækka skatta og skera niður.

„Það þarf að verja þau störf sem fyr­ir eru og sér­stak­lega störf­in í vel­ferðarþjón­ust­unni, heil­brigðistþjón­ust­unni, fé­lagsþjón­ust­unni, mennta­kerf­inu. Þar þarf að jafna kjör­in þannig að menn haldi ekki sín­um of­ur­laun­um en aðrir missi vinn­una," sagði Álf­heiður.

Árni Þór Sig­urðsson, þingmaður VG, sagði flokk­inn vilja koma á jöfnuði og rétt­læti í skatt­kerf­inu, koma í veg fyr­ir skattaund­an­skot og þeir sem beri mest úr být­um og eigi mikl­ar eign­ir og fjár­magn leggi meira að mörk­um en aðrir.

Sig­urður Kári sagði, að Vinstri græn­ar myndu ekki hjálpa heim­il­anna í land­inu með því að taka stærri hluta tekna þeirra inn í rík­is­sjóð. Hann lagði áherslu á, að sjálf­stæðis­menn vildu ekki hækka skatta.

Árni Þór sagði, að eft­ir að sjálf­stæðis­menn áttuðu sig á því að þeir væru á leið í langa stjórn­ar­and­stöðu hefðu spuna­meist­ar­ar flokks­ins ákveðið að stefn­an yrði að skatt­ar yrðu ekki hækkaðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert