Þingfundur stóð til klukkan 1:30 á Alþingi í nótt og á fundur að hefjast að nýju klukkan 10:30. Þar er m.a. á dagsrkrá frumvarp um heimild til samninga um álver í Helguvík sem ágreiningur er um milli stjórnarflokkanna tveggja.
Frumvarp um stjórnarskrá er ekki á dagskrá fundarins. Það er nú í sérnefnd um stjórnarskrármál en fundur er boðaður í þeirri nefnd klukkan 8:15 þar sem freista á þess að ná samkomulagi um málið.