Mikil hreyfing er á fylgi stjórnmálaflokkanna samkvæmt nýrri fylgiskönnun Capacent Gallup. Þannig ætlar fjórðungur þeirra sem kaus Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningum 2007 að kjósa annan hvorn flokkanna sem nú sitja í ríkisstjórn.
Capacent Gallup kannaði fylgi flokkanna á landsvísu dagana 8.-14. apríl s.l. Þar má m.a. sjá að kjósendur VG sýna flokki sínum mesta tryggð. Þannig ætla 82,1% þeirra sem kusu VG í alþingiskosningunum 2007 að kjósa flokkinn nú. Mesta tilfærslan frá VG er til Samfylkingar en 8,8% kjósenda VG 2007 kváðust ætla að kjósa S-listann í komandi alþingiskosningum.
Af þeim sem kusu Samfylkinguna 2007 kváðust 19,8% að kjósa VG að þessu sinni.
Af þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn 2007 ætla 12,9% að kjósa Samfylkinguna og 12% að kjósa VG. Tæpur fjórðungur þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn 2007 ætlar að styðja núverandi ríkisstjórnarflokka. Þannig ætla 10,5% fyrrum kjósenda Framsóknar að kjósa Samfylkingu en 13,7% að kjósa VG.