Húsfyllir á fundi Samfylkingar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra mbl.is/Ómar

Húsfyllir er á fundi Samfylkingarinnar um efnahagsmál sem nú stendur yfir á Grand hótel. En þar er kynnt efni nýrrar skýrslu, Skal gert, um leiðir jafnaðarmanna í efnahagsmálum.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, hóf fundinn, en skýrsluna sagði hún samvinnu Samfylkingarinnar og hóps fræðimanna. Samfylkingin væri ennfremur eini flokkurinn með skýra stefnu í gjaldeyrismálum.

Umsókn að ESB aðildarviðræðum getur orðið akkeri fyrir endurreisn atvinnulífs. Þetta kom fram í máli Jóns Sigurðssonar hagfræðings á fundi Samfylkingarinnar um efnahagsmál.

Rakti Jón atburðina að baki falls bankanna og sagði atburði síðustu missera hafa fært Íslendingum heim sannindi um að átta ára tilraun peningastefnunnar hafi mistekist. Endurskoðun á þeirri stefnu sé  mikilvægur þáttur í endurreisn íslensks atvinnulífs.

Forgangsverkefni í þeirri endurreisn séu þrjú: stöðugleiki krónunnar, lækkun vaxta og afnám gjaldeyrishafta. Sagði Jón trúverðugleika Seðlabankans þegar hafa verið aukinn og upphaf þessa starfs, m.a. vegna reglubreytinga, lofa góðu. ESB-aðild væri líka lykilatriði í þessari endurreisn, enda þurfi Íslendingar að leggja aukna áherslu þurfi að leggja á milliríkjasamstarf og betra samstarf við alþjóðastofnanir.

Jón Sigurðsson flutti erindi á fundinum í morgun
Jón Sigurðsson flutti erindi á fundinum í morgun mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka