Slegið á sáttahendur

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. Ómar Óskarsson

Bæði meirihlutinn í sérnefnd um stjórnarskrármál og minnihlutinn saka hvor annan um að hafa slegið á útrétta sáttahönd. Meirihlutinn leggur til að umræða hefjist um málið á ný á Alþingi en hlé var gert á 2. umræðu aðfaranótt miðvikudags og málið sent að nýju til nefndarinnar.

Allt útlit er fyrir því að rætt verði áfram um stjórnarskrármálið á Alþingi á morgun. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í fréttum Sjónvarpsins, að hún vonaði að sjálfstæðismenn myndu á morgun leyfa frumvarpinu að komast til atkvæðagreiðslu.

Skrifleg álit nefndarmanna voru lögð fram á Alþingi í kvöld. Í nefndaráliti meirihlutans, þingmanna Samfylkingar, VG, Framsóknarflokksins og Frjálslynda flokksins, er lýst furðu á tillögum, sem þingmenn Sjálfstæðisflokks lögðu fram á fundi nefndarinnar í dag. 

„Með tillöguflutningnum eins og hann var kynntur í nefndinni staðfestir minni hluti Sjálfstæðisflokksins í fyrsta lagi andstöðu sína við að náttúruauðlindir séu í þjóðareign og verði ekki látnar varanlega af hendi og setur í öðru lagi fótinn fyrir tillögur sem auðvelda breytingar á stjórnarskrá, t.d. með hugsanlega aðild að ESB í huga. Í þriðja lagi gerir minni hlutinn ekki ráð fyrir því að almenningur geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mál er varða almannahag og í fjórða lagi, eins og fram hefur komið, hafnar minni hlutinn því að almenningur geti valið fulltrúa sína á stjórnlagaþing til að endurskoða stjórnarskrána. Með tillögunum hefur minni hluti Sjálfstæðisflokksins í raun slegið á útrétta sáttahönd meiri hluta nefndarmanna í sérnefnd um stjórnarskrármál.

Í nefndaráliti sjálfstæðismanna segir, að þeir hafi við umræður í nefndinni lagt fram hugmynd að efnislegri sátt um frumvarpið. Þá hafi þeir einnig lagt fram tillögu til sátta um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar.

„Því miður sló meiri hlutinn á útrétta sáttahönd sjálfstæðismanna í öllum framangreindum liðum," segir síðan í nefndaráliti sjálfstæðismanna.

Nefndarálit þingmanna Samfylkingar, VG, Framsóknarflokks og Frjálslyndra  

Nefndarálit þingmanna Sjálfstæðisflokks

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert