Harðar deilur á Alþingi

Grétar Mar Jónsson og Atli Gíslason á Alþingi.
Grétar Mar Jónsson og Atli Gíslason á Alþingi. mbl.is/Ómar

Heit­ar umræður standa nú yfir á Alþingi um ár­ang­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði að ástandið í dag væri verra en þegar rík­is­stjórn­in tók við. Rétt­ara hefði verið að kjósa strax þegar fyrri stjórn sprakk. For­menn stjórn­ar­flokk­anna mót­mæltu harðlega orðum Bjarna.

Umræðurn­ar hóf­ust þegar for­sæt­is­ráðherra mælti fyr­ir þings­álykt­un­ar­til­lögu um frest­un á fund­um Alþing­is. For­ystu­menn flokk­anna hafa tek­ist á í ræðustól og mikið verið um frammíköll og hlát­ur þing­manna und­ir ræðunum og for­seti ít­rekað þurft að slá í bjöll­una og biðja þing­menn um að gefa ræðumönn­um hljóð til að flytja mál sitt.

Bjarni sagði að tím­an­um frá því minni­hluta­stjórn­in tók við hefði verið illa varið. Rík­is­stjórn­in hafi lýst því að hún ætlaði að laga ástandið en veru­leik­inn væri sá að at­vinnu­leysið hefði auk­ist, krón­an veikst og end­ur­reisn bank­anna hafi taf­ist. „Tím­an­um hef­ur verið illa varið í að reyna að keyra hér í gegn mál í ágrein­ingi, sem þjóðin er ekki að bíða eft­ir. Þjóðin er að bíða eft­ir lausn­um fyr­ir fyr­ir­tæk­in og heim­il­in,“ sagði Bjarni. 

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra sagði ræðu Bjarna al­veg ótrú­lega. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi lýst því í janú­ar að ekki ætti að kjósa fyrr en í fyrsta lagi í haust því björg­un­araðgerðirn­ar væru svo viðamikl­ar. „Svo illa mat Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn í janú­ar að búið væri að fara með ís­lenskt efna­hags­líf og þjóðarbú­skap að það þyrfti upp und­ir ár til að greiða þannig úr mál­um að hægt væri að kjósa,“ sagði hann. Nú­ver­andi rík­is­stjórn hafi haft 90 daga til að greiða úr mál­um svo hægt væri að kjósa við bestu mögu­leg­ar aðstæður, „og það tel ég að búið sé að gera,“ sagði hann. Það sem ekki hafi náðst í gegn hafi Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn eyðilagt, þ.e. lýðræðis­um­bæt­urn­ar með málþófi.

Bjarni sagði að stjórn­ar­flokk­arn­ir hefðu nýtt tím­ann illa og sett ýmis ný met á Alþingi. „Sá sem á Íslands­met í málþófi sit­ur hér, hæst­virt­ur for­sæt­is­ráðherra,“ sagði Bjarni en stjórn­arþing­menn voru ekki sátt­ir við um­mæli Bjarna um málþóf og kölluðu frammí „700 ræður. 700 ræður.“  

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra gagn­rýndi Bjarna harðlega. Hvort það hafi farið fram hjá hon­um að nær öll mál á ver­káætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar væru í höfn.  Sakaði hún sjálf­stæðis­menn um að gefa lýðræðinu langt nef vegna and­stöðu þeirra við lýðræðis­um­bæt­ur í stjórn­ar­skrár­frum­varp­inu. Sagði hún Sjálf­stæðis­flokk­inn alltaf vinna með sér­hags­mun­um og gegn al­manna­hags­mun­um.

Fleiri þing­menn tóku til máls en Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir Sam­fylk­ingu sagðist líta svo á að Bjarni Bene­dikts­son hefði rofið sam­komu­lag flokk­anna um þing­lok­in með fram­göngu sinni þegar til af­greiðslu væri þings­álykt­un um frest­un á fund­um alþing­is.

Arn­björg Sveins­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagðist ekki líta svo á að sam­komu­lagið hefði verið rofið. Legið hafi fyr­ir að formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins myndi flytja stutta ræðu þegar lesið yrði upp bréf um frest­un á fund­um þings­ins. það hafi hann gert. Jón Magnús­son Sjálf­stæðis­flokki sagði að það væri rof á sam­komu­lag­inu þegar stjórn­arþing­menn hefðu farið upp í umræðurn­ar.

Árni Páll Árna­son Sam­fylk­ingu gagn­rýndi Bjarna Bene­dikts­son harðlega fyr­ir að efna til eld­hús­dagsum­ræðna und­ir þess­um lið á dag­skrá þings­ins um frest­un þing­funda. „Við það verður ekki unað,“ sagði hann. Siv Friðleifs­dótt­ir Fram­sókn­ar­flokki tók í sama streng og sagði það mjög óvænt að þegar flutt væri til­laga um þingslit kæmi formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í ræðustól með hríðskota­byssu „og hóf skot­hríð í all­ar átt­ir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert