Myndi fagna þúsund ræðum

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason. mbl.is/Frikki

Verið er að ræða um stjórn­skip­un­ar­lög á Alþingi þessa stund­ina.  Björn Bjarna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, sagði þegar hann mælti fyr­ir áliti minni­hluta sér­nefnd­ar um stjórn­ar­skrár­mál, að hann myndi fagna því ef þing­menn flokks­ins næðu að flytja þúsund ræður til að verja heiður Alþing­is.

Björn sagði, að sjálf­stæðis­menn hefðu síðdeg­is í gær verið sakaðir um að vera með grímu í stjórn­ar­skrár­mál­inu. „Við höf­um aldrei sett upp neina grímu í þessu máli. Eina fólkið sem ég hef séð með grímu hér við þing­húsið er fólkið, sem hef­ur staðið hér fyr­ir utan og lét hana falla þegar Vinstri græn kom­ist til valda," sagði Björn.

Hann sagði að sjálf­stæðismönn­um væri ekk­ert að van­búnaði að halda áfram að koma sjón­ar­miðum sín­um á fram­færi og sjálf­ur hefði hann góðan tíma fram að kosn­ing­um til að halda fleiri ræður.

„Ég myndi fagna því ef við gæt­um haldið svona þúsund ræður í til­efni af þessu máli. Við erum bún­ir að tala núna um 700 sinn­um þing­menn um þetta og ef við næðum þúsund ræður til að verja heiður Alþing­is væri það mjög til ánægju­auka og yrði göf­ugt mark­mið - jafn­vel 2000 ræður til að verja heiður Alþing­is því það eru aldrei nógu marg­ar ræður flutt­ar til að verja heiður þings­ins," sagði Björn.

Ekki er ljóst hve lengi umræðan um stjórn­ar­skrár­frum­varpið stend­ur í dag en 18 þing­menn eru á mæl­enda­skrá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert