Ofbeldi og skemmdarverk

00:00
00:00

Ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar saka Sjálf­stæðis­flokk­inn um of­beldi og skemmd­ar­verk eft­ir að ýta þurfti stjórn­laga­frum­varpi út af borðinu eft­ir að það hafði verið rætt nær sleitu­laust í þrjár vik­ur. Fjár­málaráðherra seg­ir að komið sé í veg fyr­ir lýðræðis­um­bæt­ur til að verja sér­hags­muni.

Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn hafa kastað grím­unni, þriggja vikna málþóf sem hann kalli of­beldi gegn alþingi hafi verið beitt til þess að verja sér­hags­muni sæ­greifa og kvótakónga og koma í veg fyr­ir að nátt­úru­auðlind­ir verði eign þjóðar­inn­ar.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra seg­ir afar von­svik­in með að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi eyðilagt lýðræðis­um­bæt­ur og og standi núna grímu­laust ábyg­ur fyr­ir því að komið hafi verið í veg fyr­ir að þjóðin fái að kjósa beint um stjórn­ar­skrá, leiða mál til lykta í þjóðar­at­kvæðagreiðslu og að auðlind­ir verði sam­eig­in þjóðar­inn­ar. Þetta sé ekk­ert annað en skemmd­ar­verk en flokk­ur­inn verði sjálf­ur að vera póli­tíska ábyrgð á því. Sjá MBL sjón­varp.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert