Ofbeldi og skemmdarverk

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar saka Sjálfstæðisflokkinn um ofbeldi og skemmdarverk eftir að ýta þurfti stjórnlagafrumvarpi út af borðinu eftir að það hafði verið rætt nær sleitulaust í þrjár vikur. Fjármálaráðherra segir að komið sé í veg fyrir lýðræðisumbætur til að verja sérhagsmuni.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir Sjálfstæðisflokkinn hafa kastað grímunni, þriggja vikna málþóf sem hann kalli ofbeldi gegn alþingi hafi verið beitt til þess að verja sérhagsmuni sægreifa og kvótakónga og koma í veg fyrir að náttúruauðlindir verði eign þjóðarinnar.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir afar vonsvikin með að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eyðilagt lýðræðisumbætur og og standi núna grímulaust ábygur fyrir því að komið hafi verið í veg fyrir að þjóðin fái að kjósa beint um stjórnarskrá, leiða mál til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu og að auðlindir verði sameigin þjóðarinnar. Þetta sé ekkert annað en skemmdarverk en flokkurinn verði sjálfur að vera pólitíska ábyrgð á því. Sjá MBL sjónvarp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert