Eftir að þingi lauk í gær er kosningabragur smám saman að færast yfir borg og bý. Í öllu falli var kosningastemning í lofti fyrir utan kosningaskrifstofu Borgarahreyfingarinnar á Laugavegi í dag þar sem Þráinn Bertelsson frambjóðandi flokksins stóð uppi á hnalli og boðaði áherslur hreyfingarinnar fyrir komandi kosningar. Og eins og til áhersluauka er mótmælaskiltið þekkta honum til fulltingis við ræðuhöldin.