Frjálslyndir með 9,3% í NV

Guðjón A. Kristjánsson.
Guðjón A. Kristjánsson. mynd/bb.is

Könnun, sem Capacent Gallup hefur gert fyrir Frjálslynda flokkinn, sýnir að fylgi flokksins í Norðvesturkjördæmi er 9,3% eða svipað og það var í kosningunum árið 2007.

Flokkurinn hefur ekki birt könnunina í heild, en samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni A. Kristjánssyni, formanni flokksins, var fjöldi svarenda í kjördæminu 460, þar af tóku 251 afstöðu eða 54,6%, 32 sögðust myndu skila auðu eða 6,9% og 177 neituðu að svara eða 38,5%. 

Guðjón segir, að Frjálslyndi flokkurinn hafi alltaf komið betur út úr kosningum en niðurstöður skoðanakannana hafi gefið til kynna. Miðað við þessa niðurstöðu sé nokkuð víst að Frjálslyndi flokkurinn fái  kjördæmakjörinn þingmann í Norðvesturkjördæmi. Guðjón er í 1. sæti á lista flokksins í kjördæminu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka