Bjarni Harðarson lýsir yfir stuðningi við VG

Bjarni Harðarson: styður VG í þingkosningunum.
Bjarni Harðarson: styður VG í þingkosningunum. mbl.is/Ómar

Bjarni Harðar­son, fyrr­ver­andi alþing­ismaður fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn, hef­ur ákveðið styðja Vinstri hreyf­ing­una - grænt fram­boð (VG) í Alþing­is­kosn­ing­un­um á laug­ar­dag­inn.

Bjarni lýs­ir yfir stuðningi við VG í grein í Morg­un­blaðinu í fyrra­málið.

„Í grein­inni geri ég grein fyr­ir sjón­ar­miðum mín­um, en ég tel ein­fald­lega að eins og mál­um er nú komið séu Vinstri græn eini kost­ur­inn fyr­ir þjóðholla Íslend­inga, sem finnst það al­vöru mál að Ísland gangi ekki í Evr­ópu­sam­bandið,“ sagði Bjarni í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins.

Stefn­unni snúið til Brüs­sel á ný

„Strax núna, nokkr­um dög­um eft­ir lands­fund, er for­ysta Sjálf­stæðis­flokks­ins byrjuð að beina stefn­unni aft­ur í átt að Brüs­sel, en lands­fund­ur­inn reyndi hvað hann gat til að beina stefn­unni þaðan. Það hef­ur sann­ast ræki­lega í þessu máli, eins og mál­um varðandi þjóðar­eign auðlinda, að lands­fund­ar­samþykkt­ir Sjálf­stæðis­flokks­ins virka ekki alls kost­ar.“

Bjarni tel­ur aðra flokka einnig vara­sama þegar kem­ur að ESB, „því bæði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Borg­ara­hreyf­ing­in hafa lýst yfir vilja til þess að fara í aðild­ar­viðræður. Þar er reynd­ar einn flokk­ur und­an­skil­inn, Frjáls­lyndi flokk­ur­inn; hann er líka val­kost­ur þeirra sem eru and­snún­ir ESB aðild, en þá aðeins ef menn telja að hann eigi mögu­leika á að ná inn mönn­um á þing. Hver mögu­leik­inn er á því verður hver og einn að gera upp við sig,“ sagði Bjarni.

Mik­il­vægt að VG verði sterkt

Bjarni tel­ur það skipta mjög miklu máli að Vinstri græn­ir verði sem sterk­ast­ir eft­ir kosn­ing­ar. „Það er barna­skap­ur að ætla að það verði ekki reynt að halda hér áfram nú­ver­andi stjórn­ar­sam­starfi og þá skipt­ir miklu máli að Vinstri græn­ir komi sem sterk­ast­ir að því borði, því að vilji Sam­fylk­ing­ar­inn­ar til þess að setja Evr­ópu­sam­bandið á odd­inn er ljós. En við höf­um fengið skýr skila­boð í kosn­inga­bar­átt­unni frá for­ystu­mönn­um Vinstri grænna, einkum Stein­grími J. Sig­fús­syni, að flokk­ur­inn muni ekki fall­ast á ESB aðild.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert