Fylgið við VG eykst enn

Fylgi við Vinstri hreyf­ing­una - grænt fram­boð virðist enn vera að aukast, skv. könn­un Rann­sóknamiðstöðvar Há­skól­ans á Bif­röst. Skv. henni er fylgið við VG nú 31,2%. Alls 49,3% svar­enda eru hlynnt­ir því að Guðlaug­ur Þór Þórðar­son víki af lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík­ur­dæmi suður. 

Könn­un Rann­sóknamiðstöðvar Há­skól­ans á Bif­röst á fylgi stjórn­mála­flokka, sem gerð var dag­ana 14.-19. apríl, bend­ir til að fylgi Vinstri grænna sé enn að aukast miðað við kann­an­ir síðustu vikna. Í könn­un­inni sögðust 31,2% þeirra sem tóku af­stöðu ætla að kjósa Vinstri græna, 27% sögðust ætla að kjósa Sam­fylk­ing­una, 22,9% Sjálf­stæðis­flokk­inn, 10,6% Fram­sókn­ar­flokk­inn og 4,9% Borg­ara­hreyf­ing­una. 2,2% þeirra sem gáfu upp af­stöðu sína ætla að kjósa Frjáls­lynda flokk­inn og 0,2% Lýðræðis­hreyf­ing­una. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Rann­sóknamiðstöðinni.

Tekið var 1.100 manna úr­tak úr þjóðskrá meðal ein­stak­linga á aldr­in­um 18 til 75 ára af land­inu öllu. Könn­un­in var gerð í gegn­um síma 14. til 19. apríl og svöruðu 602. Sam­tals voru 34 sem ekki höfðu kosn­inga­rétt, töluðu ekki ís­lensku, voru of veik­ir til að svara eða látn­ir og var end­an­legt úr­tak því 1066 og svar­hlut­fall 56,6%.

Í könn­un­inni var einnig spurt: „Ertu al­mennt hlynnt(ur) eða and­víg­ur því að Guðlaug­ur Þór Þórðar­son víki af lista Sjálf­stæðismanna í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður?" Af þeim er tóku af­stöðu til þess­ar­ar spurn­ing­ar eru 49,3% mjög eða frek­ar hlynnt­ir því að Guðlaug­ur Þór víki en 21,5% and­víg­ir. Tæp­lega 30% eru hvorki hlynnt­ir né and­víg­ir því að hann víki af list­an­um. Þegar afstaðan til Guðlaugs er skoðuð eft­ir því hvaða flokk kjós­end­ur ætla að kjósa, þá segj­ast 27,3% kjós­enda Sjálf­stæðis­flokks­ins vera mjög eða frek­ar hlynnt­ir því að Guðlaug­ur víki, 50,5% eru and­víg­ir því og 22,2% eru hvorki hlynnt­ir né and­víg­ir. Um 34% kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins sögðust vera mjög eða frek­ar hlynnt­ir því að Guðlaug­ur víki, 53,2% kjós­enda Sam­fylk­ing­ar og 63,6% kjós­enda Vinstri grænna.

Að lok­um var spurt um af­stöðu fólks til lýðræðis og virkni þess á Íslandi. Fyrst var spurt: „Ertu al­mennt ánægð(ur), frek­ar ánægð(ur), ekki mjög ánægð(ur) eða alls ekki ánægð(ur) með hvernig lýðræðið virk­ar á Íslandi?". Í fram­haldi var spurt hversu sam­mála eða ósam­mála fólk væri eft­ir­far­andi tveim­ur staðhæf­ing­um: „Lýðræði er ekki galla­laust, en er samt sem áður besta stjórn­ar­form sem völ er á," og „Íslandi er í meg­in­drátt­um stjórnað í sam­ræmi við vilja fólks­ins."

Í til­kynn­ingu frá Rann­sóknamiðstöðinni seg­ir:

„Í ljós kem­ur að 64,2% eru ósam­mála því að Íslandi sé í meg­in­drátt­um stjórnað í sam­ræmi við vilja fólks­ins og 74,9% svar­enda eru ekki mjög eða alls ekki ánægðir með hvernig lýðræðið virk­ar á Íslandi. Þegar þess­ar töl­ur eru born­ar sam­an við kosn­ing­a­rann­sókn Ólafs Þ. Harðar­son­ar frá ár­inu 2007 sést glögg­lega að óánægja með fram­kvæmd lýðræðis á Íslandi hef­ur auk­ist til muna á þess­um tveim­ur árum. Þrátt fyr­ir það, þá hef­ur meiri­hluti ís­lenskra kjós­enda enn trú á lýðræði þar sem 92,6% voru því mjög eða frek­ar sam­mála að það sé besta stjórn­ar­form sem völ er á.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert