Kom oft til greina að sprengja stjórnina

00:00
00:00

„Það kom nokkr­um sinn­um til umræðu að sprengja minni­hluta­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri grænna, einkum vegna skorts á aðgerðum til að taka á skulda­vanda heim­ila og fyr­ir­tækja,“ sagði Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins í þætt­in­um Zet­unni á mbl.is.

Sig­mund­ur sagði í viðtali við þau Þóru Krist­ínu Ásgeirs­dótt­ur og Karl Blön­dal, að seinni part fe­brú­ar­mánaðar, þegar Fram­sókn­ar­flokkn­um hafi þótt skorta upp á aðgerðir í þess­um efn­um hafi verið ákveðið að leggja fram til­lög­ur flokks­ins og ráðgjafa hans, líkt og rætt hefði verið um við stjórn­ar­flokk­anna þegar Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn ákvað að styðja minni­hluta­stjórn­ina. Sig­mund­ur sagði að þá hefði hins veg­ar brugðið svo við að litið hefði verið á inn­legg fram­sókn­ar­manna sem ógn­un.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir við Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur og Karl …
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son ræðir við Þóru Krist­ínu Ásgeirs­dótt­ur og Karl Blön­dal.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert