Kom oft til greina að sprengja stjórnina

„Það kom nokkrum sinnum til umræðu að sprengja minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, einkum vegna skorts á aðgerðum til að taka á skuldavanda heimila og fyrirtækja,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins í þættinum Zetunni á mbl.is.

Sigmundur sagði í viðtali við þau Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur og Karl Blöndal, að seinni part febrúarmánaðar, þegar Framsóknarflokknum hafi þótt skorta upp á aðgerðir í þessum efnum hafi verið ákveðið að leggja fram tillögur flokksins og ráðgjafa hans, líkt og rætt hefði verið um við stjórnarflokkanna þegar Framsóknarflokkurinn ákvað að styðja minnihlutastjórnina. Sigmundur sagði að þá hefði hins vegar brugðið svo við að litið hefði verið á innlegg framsóknarmanna sem ógnun.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir við Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur og Karl …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir við Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur og Karl Blöndal.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert