Þvermóðska Jóhönnu gerði hana að forsætisráðherra

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason. mbl.is/Frikki

Björn Bjarna­son fer hörðum orðum um Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, í pistli á heimasíðu sinni í dag, og seg­ir að full ástæða sé fyr­ir ís­lensku þjóðina að kvíða því, sem í vænd­um er, ef Jó­hanna haldi áfram sem for­sæt­is­ráðherra að kosn­ing­um lokn­um með Stein­grím J. Sig­fús­son sem fjár­málaráðherra sér við hlið.

Björn seg­ir, að stjórn­ar­tími Jó­hönnu hafi ein­kennst af ein­stefnu og yf­ir­gangi. Hún hafi kom­ist upp með að breyta lög­um um Seðlabanka Íslands, ýta þrem­ur seðlabanka­stjór­um til hliðar og ráða norsk­an mann sem seðlabanka­stjóra á hæpn­um lög­fræðileg­um grunni, svo að ekki sé meira sagt. Frá þeim tíma hafi stöðugt fjarað und­an ís­lensku krón­unni.

„Þvermóðska Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur gerði hana að for­sæt­is­ráðherra. Sam­fylk­ing­ar­fólki þótti eina leiðin til að draga úr lík­um á því, að hún beitti sér fyr­ir óróa og klofn­ingi í þeirra röðum, að „sparka henni upp á við“ eins og sagt er og láta hana sitja með loka­ábyrgðina á eig­in herðum. Stein­grím­ur J. ligg­ur síðan ekki á þeirri skoðun sinni, að hann viti í raun allt best og þar með einnig hvernig eigi að taka á mál­um, Jó­hanna átti sig ekki á hinum flóknu viðfangs­efn­um. Hún þiggi ráð um þau frá sér," seg­ir Björn m.a.

Heimasíða Björns Bjarna­son­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert