ESB blandar sér í íslensk stjórnmál

Embættismenn Evrópusambandsins eru að blanda sér með óeðlilegum hætti í stjórnmálin á Íslandi, að mati  Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins.  Þetta kom fram á fundi í Valhöll síðdegis þar sem Sjálfstæðismenn kynntu tillögur sínar í efnahagsmálum.

Percy Westerlund, sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Noregi og Íslandi, hefur sagt það mikinn misskilning hjá Sjálfstæðisflokknum á Íslandi að halda að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geti komið því til leiðar eða haft milligöngu um að Íslendingar geti tekið upp evru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert