Fréttaskýring: Fleiri munu skila auðu og strika yfir

Kjörkössum safnað í Ráðhúsið í síðustu þingkosningum en talning gæti …
Kjörkössum safnað í Ráðhúsið í síðustu þingkosningum en talning gæti orðið tafsöm á laugardaginn, m.a. vegna breytinga á röð frambjóðenda.

Mikl­ar lík­ur eru tald­ar á að fleiri kjós­end­ur en áður lýsi með ein­hverj­um hætti óánægju sinni með stjórn­mála­flokka og -menn í þing­kosn­ing­un­um á laug­ar­dag­inn. Til þess hafa kjós­end­ur ýms­ar leiðir. Þá fyrstu að mæta ein­fald­lega ekki á kjörstað og neyta þar með ekki at­kvæðis­rétt­ar síns. Í öðru lagi er hægt að skila auðum at­kvæðaseðli eða ógilda hann á ein­hvern ann­an hátt og í þriðja lagi er hægt að strika yfir nöfn fram­bjóðenda á þeim lista sem viðkom­andi kjós­andi kýs, eða breyta röð fram­bjóðenda.

Kjós­end­ur á kjör­skrá eru að þessu sinni nærri 228 þúsund tals­ins. Hef­ur þeim fjölgað um 3% frá þing­kosn­ing­un­um í maí 2007. Þá var ríf­lega 221 þúsund manns á kjör­skrá og á kjörstað mættu rétt rúm­lega 185 þúsund, eða 83,6%. Er það lé­leg­asta kjör­sókn frá stofn­un lýðveld­is­ins. Fyr­ir tveim­ur árum var hlut­fall auðra seðla 1,4% af greidd­um at­kvæðum og 1% árið 2003. Ógild­ir seðlar voru hvor­um tveggja kosn­ing­um aðeins 0,2%.

Ein­ar Mar Þórðar­son stjórn­mála­fræðing­ur bend­ir á að í könn­un­um Gallup að und­an­förnu hafi um 12% aðspurðra sagst ætla að skila auðu á kjörstað. Það sé óvenju­hátt hlut­fall miðað við síðustu kosn­ing­ar og erfitt að ráða í hver raun­in verði í kjör­klef­an­um. Ein­ar Mar tel­ur engu að síður mikl­ar lík­ur á að fleiri kjós­end­ur muni skila auðu en áður. „Það eru ákveðin skila­boð fólg­in í því að mæta á kjörstað og skila auðu, það eru sterk­ari skila­boð en að sitja heima og kjósa ekki,“ seg­ir Ein­ar og tel­ur jafn­framt að meira verði um út­strik­an­ir og breyt­ingu á röð fram­bjóðenda, einkum vegna mik­ill­ar umræðu um per­sónu­kjör.

For­dæmi fyr­ir út­strik­un­um

Nokkr­ar breyt­ing­ar voru gerðar á regl­um um út­strik­an­ir við samþykkt laga um alþing­is­kosn­ing­ar árið 2000. Tek­in var aft­ur upp svo­nefnd Borda-regla en hún var notuð í ýms­um út­gáf­um hér á landi til árs­ins 1987. Tak­mark­an­ir eru sett­ar á beit­ingu regl­unn­ar, m.a. að út­strik­an­ir taka aðeins til sæta kjör­dæma­kjör­inna aðal­manna og vara­manna þeirra. Þar sem kosn­ir eru t.d. tveir menn og því fjór­um mönn­um list­ans reiknuð at­kvæði þurfa a.m.k. 20% kjós­enda list­ans að strika út 2. mann list­ans til þess að fella hann úr aðal­manns­sæti í vara­manns­sæti ef eng­ar aðrar breyt­ing­ar eru gerðar.

Ástráður Har­alds­son, formaður lands­kjör­stjórn­ar, seg­ir að þeim til­mæl­um hafi ný­lega verið beint til yfir­kjör­stjórna að við frá­sögn af at­kvæðagreiðslu nk. laug­ar­dag yrðu auðir seðlar til­greind­ir sér­stak­lega. Þetta hafi verið gert vegna umræðu um að lík­ur séu á mörg­um auðum seðlum að þessu sinni.

Hann seg­ir kosn­inga­lög­in sem slík ekki segja til um flokk­un at­kvæða, að öðru leyti en því að auðir seðlar eru skil­greind­ir sem ógild at­kvæði. Bend­ir Ástráður á að í skýrsl­um Hag­stofu að lokn­um kosn­ing­um hafi verið gerður mun­ur á auðum og ógild­um at­kvæðum.

Hvað segja lög­in?

Í 100. grein laga um kosn­ing­ar til Alþing­is, nr. 24/​2000, seg­ir:
At­kvæði skal meta ógilt:

a. ef kjör­seðill er auður

b. ef ekki verður séð við hvern lista er merkt eða ef ekki verður séð með vissu hvort það sem stend­ur á utan­kjör­fund­ar­seðli get­ur átt við nokk­urn af list­um sem í kjöri eru

c. ef merkt er við fleiri lista­bók­stafi en einn eða tölu­merkt nöfn á fleiri list­um en ein­um eða skrifaðir fleiri en einn lista­bók­staf­ur á utan­kjör­fund­ar­seðil

d. ef áletr­un er á kjör­seðli fram yfir það sem fyr­ir er mælt eða ann­ar­leg merki sem ætla má að sett séu af ásettu ráði til að gera seðil­inn auðkenni­leg­an

e. ef í um­slagi með utan­kjör­fund­ar­seðli er annað eða meira en einn kjör­seðill

f. ef kjör­seðill er ann­ar en kjör­stjórn eða kjör­stjóri hef­ur lög­lega af­hent

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert