O-listi fengi fjóra

Borg­ara­hreyf­ing­in sem býður fram O-list­ann fær fjóra menn kjörna á þing, verði niður­stöður kosn­inga í sam­ræmi við skoðana­könn­un sem Capacent Gallup birti í gær.

Sam­fylk­ing­in fengi 20 menn kjörna á þing, sam­kvæmt þess­ari könn­un, tveim­ur fleiri en við síðustu kosn­ing­ar. Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð fengi 17 þing­menn í stað þeirra níu sem flokk­ur­inn hef­ur. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fengi 15 þing­menn og missti tíu frá síðustu kosn­ing­um. Frjáls­lyndi flokk­ur­inn fengi eng­an mann kjör­inn en fékk fjóra fyr­ir tveim­ur árum.

Nýr flokk­ur hef­ur ekki náð mönn­um á þing frá ár­inu 1999 þegar Frjáls­lyndi flokk­ur­inn fékk fyrst menn kjörna. „Það er ekki auðvelt að brjóta það mót sem flokka­kerfið er í,“ seg­ir Gunn­ar Helgi Krist­ins­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands, og tel­ur niður­stöðu Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar mik­il tíðindi. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert