Birta styrki Baugs til þingmanna

Fyrrum höfuðstöðvar Baugs á Íslandi
Fyrrum höfuðstöðvar Baugs á Íslandi Árni Sæberg

DV mun í dag birta styrki Baugs til þingmanna vegna prófkjara á árinu 2006 vegna alþingiskosninganna vorið 2007. Þeir þingmenn sem Baugur styrkti eru allir úr Framsóknarflokknum, Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum. Hæstu styrkirnir eru 2.000.000 en þeir lægstu 200 þúsund.

Meðal þeirra sem fengu styrki frá Baugi eru Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Þrír, einn úr hverjum áðurnefndra flokka, fengu hæstu styrkina eða tvær milljónir króna. Í sumum tilvikum fengu sömu stjórnmálamenn svipaða styrki frá FL-Group, að því er segir á vef DV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka