Vinstrihreyfingin – grænt framboð segir að flokkurinn hafi ekki lagst ekki gegn olíuleit á Drekasvæðinu en Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 að olíuleit væri andstæð stefnu flokksins.
„Þingmenn Vinstri grænna studdu málið á Alþingi 2001 og sátu hjá ásamt Samfylkingunni við breytingar á lögunum 2007 og aftur fyrir jól 2008, vegna breytinga á skipulagslögum og mengunarvarnarreglugerð. Vinstri græn hafa að sjálfsögðu sett alla fyrirvara um umhverfisáhrif og mengunarvarnir við mögulega olíuleit og olíuvinnslu eins og í öllum öðrum málum, en þingmenn flokksins hafa stutt hugmyndir um þjónustumiðstöð fyrir olíuleit á norðanverðum Austfjörðum," segir í tilkynningu frá VG.