VG ekki gegn olíuleit

mbl.is/KG

Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð seg­ir að flokk­ur­inn hafi ekki lagst ekki gegn olíu­leit á Dreka­svæðinu en Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir, um­hverf­is­ráðherra, sagði í frétt­um Stöðvar 2 að olíu­leit væri and­stæð stefnu flokks­ins.

„Þing­menn Vinstri grænna studdu málið á Alþingi 2001 og sátu hjá ásamt Sam­fylk­ing­unni við breyt­ing­ar á lög­un­um 2007 og aft­ur fyr­ir jól 2008, vegna breyt­inga á skipu­lagslög­um og meng­un­ar­varn­ar­reglu­gerð. Vinstri græn hafa að sjálf­sögðu sett alla fyr­ir­vara um um­hverf­isáhrif og meng­un­ar­varn­ir við mögu­lega olíu­leit og olíu­vinnslu eins og í öll­um öðrum mál­um, en þing­menn flokks­ins hafa stutt hug­mynd­ir um þjón­ustumiðstöð fyr­ir olíu­leit á norðan­verðum Aust­fjörðum," seg­ir í til­kynn­ingu frá VG.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert