Höfðu áhrif á röðina á listum

Björn Bjarnason
Björn Bjarnason mbl.is/Frikki

Kann­an­ir benda til að marg­ir kjós­end­ur hygg­ist lýsa óánægju sinni með því að skila auðu á kjör­dag. Ef marka má umræðuna má einnig allt eins bú­ast við að kjós­end­ur muni í ein­hverj­um mæli strika út nöfn eða reyna að hafa áhrif á röð fram­bjóðenda á lista með end­urröðun.

Við kosn­ing­arn­ar 2007 gerðist það í fyrsta sinn í rúm sex­tíu ár að umbreyt­ing­ar kjós­enda höfðu áhrif á röð fram­bjóðenda. Það var þó ekki í þeim mæli að breyt­ing yrði á skip­an Alþing­is að því er fram kem­ur í grein­ingu dr. Þor­kels Helga­son­ar á út­hlut­un þing­sæta í sein­ustu kosn­ing­um. Breyt­ing­arn­ar voru mest­ar á tveim­ur list­um Sjálf­stæðis­flokks­ins, ann­ars veg­ar í Suður­kjör­dæmi og hins veg­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður.

Í kosn­ing­un­um 2007 færðist Björn Bjarna­son niður um eitt sæti í Reykja­vík og Árni Johnsen færðist niður úr öðru í þriðja sæti á Suður­landi. Útstrik­an­ir hafa þeim mun meiri áhrif sem listi hef­ur fleiri sæti.

Árni Johnsen
Árni Johnsen
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert