Vill breytingar á lögum um fjármál flokka

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. Kristinn Ingvarsson

For­sæt­is­ráðherra skrifaði í gær for­mönn­um stjórn­mála­flokk­anna bréf þar sem lögð er til end­ur­skoðun á lög­um um fjár­mál stjórn­mála­flokk­anna. Rík­is­end­ur­skoðun fari yfir fjár­mál flokk­anna, sam­taka á þeirra veg­um og fram­bjóðenda í próf­kjör­um frá því áður en lög­in tóku gildi. Bréfið hef­ur ekki borist for­mönn­un­um og fæst efni þess ekki upp­lýst að öðru leyti.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, lýsti í viðtali við Zet­una á mbl. is á dög­un­um vilja til þess að Rík­is­end­ur­skoðun skoðaði sér­stak­lega tíma­bilið frá ár­inu 2000 til 2006, þegar nýju lög­in tóku gildi. For­menn allra flokka sem eiga full­trúa á þingi lýstu vilja til þess að Rík­is­end­ur­skoðun skoðaði málið.

„Í mín­um huga er það ógn við lýðræðið og lýðræðis­lega skip­an þegar sá mögu­leiki er nýtt­ur að þeir sem eru fjár­sterk­ir og eiga hags­muna að gæta, geti haft óeðli­leg áhrif með því bein­lín­is að kaupa sér stuðning stjórn­mála­flokka með styrkj­um,“ seg­ir Sig­urður Krist­ins­son, dós­ent við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri.

Í gær birti DV upp­lýs­ing­ar um stjórn­mála­menn sem fengu styrki frá Baugi og FL Group.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka