Ekki rætt um framhaldið

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.

„Nei það hefur nú enginn rætt það við mig hvort mér bjóðist að vera ráðherra að loknum kosningum,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Hann segir engan hafa rætt við sig um framtíð sína sem ráðherra.

„Ég geri alveg eins ráð fyrir því að fara í háskólann aftur. En þetta hefur verið afar lærdómsríkur tími, og verkefnin auðvitað krefjandi. Ég neita því ekki að þetta hefur verið erfitt, en að sama skapi skemmtilegt,“ segir Gylfi.

Hann tók sæti sem viðskiptaráðherra í minnihlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar 1. febrúar, eftir að stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar lauk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert