Hryðjuverkalög á útrásarvíkinga

Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar.
Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar.

„Við ætlum að sækja þýfið sem útrásarvíkingarnir stálu. Við munum setja á þá hryðjuverkalög og í kjölfarið lokast á öll þeirra bankaviðskipti um allan heim,“ sagði Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar á Stöð 2.

Ástþór svaraði því neitandi þegar hann var spurður hvort útrásarvíkingarnir ættu ekki að njóta vafans þar til rannsókn lýkur á bankahruninu.

„Það á að setja þá í gæsluvarðhald strax, menn eins og þá sem stunduðu sýndarviðskipti með bréf í gamla Kaupþingi.“

Ragnar Þór Ingólfsson, talsmaður Borgarahreyfingarinnar tók í sama streng og sagði nauðsynlegt að rannsaka bankahrunið sem spillingarmál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka