Kjörseðlarnir búnir í Árósum

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Kristbjörg Lilja Jakobsdóttir greip í tómt í gær er hún fór ásamt manni sínum til ræðismannsins í Árósum til að taka þátt í alþingiskosningum. Kjörseðlarnir voru búnir. Þeir höfðu klárast um hádegi. Áður hafði verið sagt að hægt yrði að greiða atkvæði til fjögur á sumardaginn fyrsta, vildi fólk vera öruggt um að atkvæðin næðu heim til Íslands.

„Mér finnst alveg ótrúlegt að þetta hafi getað gerst. Ég hélt að maður gæti verið öruggur um að fá kjörseðil,“ segir Kristbjörg Lilja sem hitti fleiri vonsvikna landa sína hjá ræðismanninum. „Þar var okkur bent á að næsti kjörstaður væri í Horsens, en við höfðum ekki tækifæri til að ná þangað fyrir lokun.“ Þær skýringar voru gefnar á kjörseðlaskortinum að ekki hefði verið búist við að svo margir myndu kjósa því þátttaka væri venjulega mun minni. Kristrún Lilja telur ekkert einkennilegt við að fleiri kjósi nú. „Að sjálfsögðu vill maður kjósa, af því að núna skiptir það virkilega máli.“

Margir kjósa í Kaupmannahöfn

Svavar Gestsson, sendiherra Íslands í Danmörku, hafði ekki fengið fregnirnar frá Árósum er haft var samband við hann. Svavar sagði kosningaþátttöku í Kaupmannahöfn nú þó mun meiri en undanfarin ár. Þannig hefðu yfir 800 manns komið og kosið í sendiráðinu nú, en venjulega kysu ekki fleiri en 200.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert