Lokaorð formanna til kjósenda

Frá formannafundi RÚV í kvöld
Frá formannafundi RÚV í kvöld mbl.is/Ómar

For­menn og tals­menn stjórn­mála­hreyf­ing­anna sjö sem bjóða fram til Alþing­is, mætt­ust í sjón­varps­sal í kvöld í síðustu kapp­ræðum fyr­ir kosn­ing­ar. Þar fengu þeir síðasta tæki­færið til að ávarpa kjós­end­ur áður en kjör­dag­ur renn­ur upp. mbl.is birt­ir loka­ávörp full­trúa allra flokk­anna.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, Fram­sókn­ar­flokki

„Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fór í gegn­um gríðarlega mikla end­ur­nýj­un í janú­ar, svaraði kall­inu um end­ur­nýj­un í stjórn­mál­um og hef­ur inn­leitt ný vinnu­brögð og er að því, til að mynda í efna­hags­mál­um. Leit­ar yf­ir­leitt ráða hjá þeim sem best þekkja til á hverju sviði, höf­um haft sam­band við fólk í at­vinnu­líf­inu  og fær­ustu hag­fræðinga við að móta til­lög­ur um það hvernig eigi að bregðast við ástand­inu eins og það er núna til þess að koma í veg fyr­ir áfram­hald­andi hrun. Út á það ganga all­ar til­lög­ur okk­ar og ég hvet menn til þess að kynna sér þær. Aðal­atriðið er kannski það að það sem við höf­um séð núna, síðustu daga, er að eina leiðin út úr þess­um vanda er að gang­ast við því að Ísland er búið að taka meira að láni en það stend­ur und­ir og því þarf að koma til móts við skuld­ar­ana með því að gefa eft­ir.“

Bjarni Bene­dikts­son, Sjálf­stæðis­flokki

„Ég vil fyrst og fremst hvetja kjós­end­ur til þess að nýta at­kvæði sitt á morg­un til þess að hafa áhrif á framtíðina. Ég tel að við Íslend­ing­ar eig­um að vera stolt, við höf­um öll tæki­færi í hendi okk­ar, við erum meðal þeirra þjóða í heim­in­um sem er með mesta þjóðarfram­leiðslu á mann. Við verðum hins veg­ar að nýta auðlind­irn­ar, grípa þau tæki­færi sem gef­ast. Þess vegna hef ég áhyggj­ur af því að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir sem nú sitja, eru ósam­mála í mik­il­væg­um grund­vall­ar­atriðum. Við kjós­end­ur segi ég, spyrjið ykk­ur að því, hvaða flokk­ur er lík­leg­ast­ur til þess að skapa  ný störf, stuðla að at­vinnu­upp­bygg­ingu. Okk­ar leið er leið bjart­sýni og von­ar. Við ætl­um að trúa á kraft­inn í fólk­inu í þessu landi og ég hvet fólk til þess að kjósa þá leið.“

Guðjón Arn­ar Kristjáns­son, Frjáls­lynda flokkn­um

„Það er al­veg ljóst að ef við vilj­um vernda hér trygg­inga­kerfið og heil­brigðis­kerfið, þá þurf­um við að ná nýj­um tekj­um. Það höf­um við lagt til í Frjáls­lynda flokkn­um. Við treyst­um því að lands­menn sjái skyn­sem­ina í því og rök­in fyr­ir því, að halda frjáls­lynd­um þing­mönn­um inni á þingi Íslend­inga, til að tala þar af skyn­semi um mál­efni framtíðar­inn­ar.

Þór Sa­ari, Borg­ara­hreyf­ing­unni

„Við verðum að muna eft­ir því hvers vegna er verið að kjósa á morg­un. Það er verið að kjósa á morg­un af því að hér varð al­gjört efna­hags­hrun. Stjórn­völd á Íslandi brugðust al­menn­ingi al­ger­lega og sveipuðu efna­hags­mál­in hér í leynd­ar­hjúp, þannig að heim­il­in lentu á von­ar­völ. Við meg­um ekki gleyma því. Þessi sömu stjórn­völd þau sitja hér í kvöld, allt í kring­um mig og bjóða al­menn­ingi upp á það að láta kjósa sig aft­ur á morg­un. Við vit­um hvað gerðist, hvernig það gerðist og við vit­um hverj­ir bera ábyrgðina. Við meg­um ekki gleyma því held­ur. Það er al­gjört grund­vall­ar­atriði. Ástæðan fyr­ir því að hlut­irn­ir enduðu eins og þeir enduðu er þó kannski fyrst og fremst sú að við hætt­um að skipta okk­ur sjálf af stjórn­mál­um. Við gleymd­um því, við sváf­um á verðinum. Við meg­um ekki gera það. Á morg­un þegar við göng­um inn í kjör­klef­ann, þá skul­um við ekki spyrja okk­ur þess­ar­ar spurn­ing­ar, aft­ur og einu sinni, hvað gerðist og hvernig gerðist það. Við vit­um hvað það var. Við skul­um spyrja okk­ur þeirr­ar spurn­ing­ar, hvað er það sem ég get gert og hvað er það sem mér ber að gera á morg­un.“

Ástþór Magnús­son, Lýðræðis­hreyf­ing­unni

„Lýðræðis­hreyf­ing­in veit­ir þér frelsi. Á morg­un ertu frjáls. Á morg­un get­ur þú kosið þig und­an oki gömlu, ónýtu flokk­anna. Þú get­ur kosið þig und­an kjaft­vask­inu á Alþingi og látið verk­in fara að tala. Þú get­ur sjálf­ur tekið þátt í at­kvæðagreiðslum á Alþingi, í umræðum. Vegna þess að við ætl­um að koma á beinu lýðræði, þar sem þú kjós­andi átt þitt at­kvæði. Þetta er mik­il­væg­asta aðhaldið sem þú get­ur veitt þessu fólki hér sem mun hugs­an­lega starfa á þing­inu. Þetta er það sem mun færa Ísland út úr krepp­unni.“

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, Sam­fylk­ing­unni

„Þýðing­ar­mestu kosn­ing­ar í sögu Lýðveld­is­ins eru á morg­un. Við höf­um það sögu­lega tæki­færi að fé­lags­hyggju- og jafnaðarmanna­flokk­ar fái meiri­hluta, þess­ir tveir flokk­ar, til þess að stjórna hér land­inu. Þess­ir flokk­ar hafa mest haft fjöru­tíu og fimm pró­senta fylgi 1978. Nú er þetta sögu­lega tæki­færi. Og hvað ger­ist við þær breyt­ing­ar? Við setj­um til hliðar ný­frjáls­hyggj­una og það sem hún hef­ur lagt grunn að, því sem við erum núna að ganga í gegn­um. Við mun­um geta breytt hér tekju­skipt­ing­unni, sem hef­ur verið mjög óeðli­leg á und­an­förn­um árum, þar sem hef­ur orðið risa­vaxið bil milli fá­tækra og ríkra í þjóðfé­lag­inu. Og ég segi, það skipt­ir máli hverj­ir stjórna. Ef Sam­fylk­ing­in  veðrur leidd til önd­veg­is í þess­um kosn­ing­um, þá mun ríkja hér rétt­læti og jafn­rétti á næstu árum.“

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, Vinstri hreyf­ing­unni grænu fram­boði

„Ég vil byrja á því að þakka þjóðinni fyr­ir kosn­inga­bar­átt­una fyr­ir okk­ar hönd og mína. Ég hef átt marga ánægju­lega fundi um allt land og þeir hafa aukið mér bjart­sýni. Ég finn það að þjóðin er þrátt fyr­ir allt, til­bú­inn til að berj­ast og vill það og við get­um sam­einað kraft­ana, bæði ung­ir sem aldn­ir. Valið er skýrt á morg­un. Við get­um kosið það sem var, það sem hrundi í októ­ber, hug­mynda­fræði ný­frjáls­hyggju og græðgi eða við get­um kosið mann­eskju­legra og rétt­lát­ara sam­fé­lag í nor­ræn­um anda. Og einu get ég lofað ykk­ur góðir kjós­end­ur, Þið ykk­ar sem kjósið Vinstri hreyf­ing­una grænt fram­boð á morg­un, þið kjósið heiðarleg­an og óspillt­an flokk.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert