Stjórnin heldur enn

Kosningar eru handan við hornið og skoðanakannanir því farnar að gefa nokkuð raunsæja mynd af væntanlegu kjörfylgi flokka. Stærðarröð þeirra er óbreytt, samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Capacent Gallup, fyrir Morgunblaðið og Rúv. Stjórnarflokkarnir eru stærstir með samanlagt 56,4% fylgi en Sjálfstæðisflokkur er í þriðja sæti og stendur nánast í stað frá síðustu könnun.

Stjórnarflokkarnir fengju samkvæmt þessu 37 þingmenn, eða fimm fleiri en þarf til að mynda meirihluta. Samfylkingin missir einn þingmann yfir til Vinstri grænna frá síðustu könnun. Stuðningur við ríkisstjórnina er hins vegar minni en samanlagt fylgi stjórnarflokkanna. 53,9% aðspurðra styðja stjórnina, en í heildina hafa vinsældir hennar stöðugt dalað frá því hún tók við. Í febrúar hafði hún tæplega 65% stuðning.

8% ætla að skila auðu

Átta prósent aðspurðra ætla að skila auðu, flestir undir þrítugu og ívið fleiri konur en karlar.

Könnunin var net- og símakönnun sem gerð var dagana 20.-22. apríl. Heildarúrtak var 2.380 manns 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 60,1%.

Kynjabilið er að lokast

Fari kosningarnar eins og könnunin spáir yrði þetta kynjabil hins vegar aðeins 2,7%, svipað og á öðrum Norðurlöndum, að sögn Einars Mars. Nú ber svo við að um 29% beggja kynja ætla að kjósa Samfylkinguna. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut atkvæði 45% karla 2007 en mælist nú með 24,8% hjá þeim. Samfylkingin fékk þá 23% stuðning karla. Í þeim kosningum var gríðarlegt kynjabil á fylgi Samfylkingarinnar en svo virðist sem konur séu nú að yfirgefa flokkinn í einhverjum mæli og færa sig yfir til Vinstri grænna. En hið mikla fylgi meðal karla hefur greinilega hrunið af Sjálfstæðisflokknum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert