Fyrsta atkvæðið datt í kjörkassann á kjörstað á Eskifirði þegar klukkan var tæpa eina mínútu gengin í tíu. Líkt og fyrr var það Gylfi Eiðsson, útgerðarmaður á Eskifirði, sem greiddi fyrstur atkvæði í bænum.
Gylfi var líka fyrstur til að greiða atkvæði í alþingiskosningunum árið 2007 en var þá heldur seinna á ferðinni eða klukkan 9:09.
Kjörstaðir hafa nú víðast verið opnaðir og stendur kjörfundur til klukkan 22 í kvöld.