Kosningar hafa víðast hvar farið vel fram í dag þrátt fyrir tafir á Akureyri þar sem sumir hafa þurft að bíða allt að klukkutíma eftir að kjósa. Töluvert hafði þó dregið úr röðum nú undir sjöleytið.
Um 60% kjósenda á á landinu öllu hafa nú kosið.
Í Reykjavík suður höfðu 25.523 kosið klukkan 18 eða 57,67% og í Reykjavík norður höfðu 55,6% kjósenda neytt atkvæðaréttar síns.
Í Suðvesturkjördæmi höfðu 34.372 kosið klukkan 18 og er það 59,1% þeirra sem eru á kjörskrá. Í Kópavogi höfðu 12.947 greitt atkvæði, eða 59,99%
Í Reykjanesbæ höfðu 5.270 manns kosið klukkan 18 eða 55,18% . Í Grindavík höfðu 52,7% eða 941 , Árborg höfðu 3.377 manns kosið sem er 61,78 og í Vestmannaeyjum höfðu 1.635 kosið eða 54,8%.
Á Akureyri höfðu 7.069 manns kosið klukkan 18, eða 55% kjósenda sem er 4% minna en á sama tíma 2007, þegar tæp 60% voru búin að kjósa. Dregið hefur úr röðum og gengur kosning nú mun betur fyrir sig en þegar að flestir biðu um miðjan dag í dag.
Í Norðvesturkjördæmi hafa 10.373 manns kosið, eða 48.71% og er það ívið meira en í kosningunum 2007.