Jóhanna: Okkar tími er kominn

Jóhanna Sigurðardóttir á kosningavöku Samfylkingarinnar í kvöld
Jóhanna Sigurðardóttir á kosningavöku Samfylkingarinnar í kvöld mbl.is/Ómar

„Okkar tími er kominn!“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, þegar hún kom á kosningavöku flokks síns á Grand hótel í Reykjavík nú fyrir skömmu. Jóhönnu var fagnað vel og lengi þegar hún gekk í salinn og voru standandi fagnaðarlæti undir ræðu hennar með reglulegu millibili.

„Draumur okkar jafnaðarmanna, sem við höfum svo lengi beðið eftir, virðist vera að rætast. Við jafnaðarmenn á íslandi erum að komast í hóp hinna Norðurlandaþjóðanna sem hafa verið með stærstu jafnðarmannaflokkana sem hafa breytt þeirra samfélögum mikið,“ sagði Jóhanna. Hún bætti því við að Samfylkingin væri nú að verða stærsti flokkurinn á Íslandi og það myndi þýða miklar breytingar.

„Það eru nýir tímar. Fólkið í landinu er að gera upp við fortíðina. Það er að gera upp við nýfrjálshyggjuna, við Sjálfstæðisflokkinn sem hefur verið hér við völd allt of lengi. Þessi niðurstaða sýnir að fólk vill leiðir jafnaðarstefnunnar út úr þessum hremmingum. Þessi niðurstaða segir okkur að fólk vill framtíðarsýn okkar, okkar plan um leiðina inn í Evrópusambandið,“ sagði Jóhanna. Var henni þá fagnað gríðarlega og leit ekki út fyrir annað en að Jóhanna myndi setja Evrópumálin á oddinn eftir kosningar.

Hún sagði að taka þyrfti upp ný gildi og nýtt siðferðismat. Eftir því væri þjóðin að kalla með þessum kosningaúrslitum og þess vegna væri þjóðin að kjósa Samfylkinguna til forystu.

Félagar Jóhönnu fögnuðu henni ákaft er hún mætti á kosningavöku …
Félagar Jóhönnu fögnuðu henni ákaft er hún mætti á kosningavöku Samfylkingarinnar mb.is/Ómar
Jóhanna Sigurðardóttir og Dagur B. Eggertsson
Jóhanna Sigurðardóttir og Dagur B. Eggertsson mbl.is/Ómar
Gleði ríkir á kosningavöku Samfylkingarinnar
Gleði ríkir á kosningavöku Samfylkingarinnar mbl.is/Ómar
Gleði ríkir á kosningavöku Samfylkingarinnar
Gleði ríkir á kosningavöku Samfylkingarinnar mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka