Kjörfundur hafinn

Frá kjörstað í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í morgun
Frá kjörstað í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í morgun mbl.is/Golli

Kosið verður til Alþing­is í dag og verða kjörstaðir opn­ir frá klukk­an 9 til 22. Alls eiga 227.896 manns, 18 ára og eldri, rétt á að kjósa og er fjöldi karla og kvenna svo til jafn. Kon­ur eru 114.295 en karl­ar 113.601. Þeim sem mega kjósa hef­ur fjölgað um 6.566 frá því í kosn­ing­un­um árið 2007 eða um 3%. Þeir sem vegna ald­urs fá nú að kjósa í fyrsta sinn til Alþing­is eru 9.398 eða 4,1% af kjós­enda­töl­unni.

Kosið verður í sex kjör­dæm­um, þrjú kjör­dæmi eru á lands­byggðinni, Norðvest­ur­kjör­dæmi, Norðaust­ur­kjör­dæmi og Suður­kjör­dæmi og þrjú á höfuðborg­ar­svæðinu, Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður og suður og Suðvest­ur­kjör­dæmi.

Síðast­talda kjör­dæmið er fjöl­menn­ast, með 58.203 kjós­end­ur en Norðvest­ur­kjör­dæmi er fá­menn­ast með 21. 294 kjós­end­ur.

Í Reykja­vík er kosið á 14 stöðum, sjö kjörstaðir eru í hvoru kjör­dæmi. Sam­tals eru kjör­deild­irn­ar 80. Reyk­vík­ing­ar geta nálg­ast upp­lýs­ing­ar um hvar skuli kjósa á vef Reykja­vík­ur­borg­ar.

Þá aug­lýsa sveit­ar­fé­lög kjör­fund­ar­upp­lýs­ing­ar á vefn­um kosn­ing.is en þar má jafn­framt finna marg­vís­leg­ar upp­lýs­ing­ar um fram­kvæmd og regl­ur varðandi kosn­ing­ar.

Þá má finna marg­vís­leg­an fróðleik og upp­lýs­ing­ar um stefnu­mál flokk­anna á kosn­inga­vef mbl.is.

Kjörseðlar og önnur gögn voru flutt í Ráðhús Reykjavíkur í …
Kjör­seðlar og önn­ur gögn voru flutt í Ráðhús Reykja­vík­ur í gær í lög­reglu­fylgd. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert