Kjörsókn hefur haldið áfram að mælast ívið meiri en í alþingiskosningunum 2007. Kjörsókn í Reykjavík norður var 49,97% klukkan 17 og þá höfðu 21.881 manns kosið. Í síðustu kosningum mældist þátttaka á sama tíma 46,7%. Í Reykjavík suður höfðu 22.850 kosið klukkan 17 eða 52,23%, árið 2007 var kjörsókn 48,67%.
Í Suðvesturkjördæmi höfðu 30.029 manns kosið klukkan 17 eða 51,6% kjósenda kjördæmisins. Árið 2007 höfðu 26.114 kosið á sama tíma eða 47,8% og árið 2003 höfðu 25.586 kosið eða 52,4%
Í Reykjanesbæ höfðu 4.638 manns kosið eða 48,7% kjósenda, í Grindavík höfðu 909 kosið eða 49,3% og í Vestmannaeyjum höfðu 1.453 kosið eða 48,7% á öllum þessum stöðum var um aukningu að ræða frá kosningunum 2007 og í Grindvík nam aukningin 5%.
Í Kópavogi höfðu 11.409 manns eða 52,87% kosið klukkan 17.