Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra er ekki inni á þingi samkvæmt fyrstu tölum. Hún segir að sér sé efst í huga hvað skoðanakannanir hafi gefið rangar vísbendingar. Hún túlkar styrk Samfylkingarinnar sem yfirlýsingu frá kjósendum um þeir vilji láta reyna á aðild að Evrópusambandinu.
Hún segist undrandi á fylgi framsóknarmanna og Borgarahreyfingin sé að koma vel út. Hún hafi alltaf haft það á tilfinningunni. Varðandi stöðu VG þá telur hún að það sé mögulegt að flokkurinn eigi meira inni, ekki síst í Suðvesturkjördæmi. Hún segist ætla að vera bjartsýn á þessu stigi málsins.
Hún segir að ummæli sín um olíuleit á Drekasvæðinu hafa mögulega haft áhrif og forsíða Morgunblaðsins í morgun um að VG hafi ekki viljað staðfesta þjónustutilskipun ESB.
Fullt er út úr dyrum á kosningavöku VG á Café Reykjavík.