ÖSE í öllum kjördæmum

mbl.is/Ómar

„Við  verðum á ferðinni um landið og ætlum að fylgjast með framkvæmd kosninganna í öllum kjördæmum,“ sagði Jonathan Stonestreet, talsmaður Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), í samtali við Morgunblaðið í gær.

Tíu fulltrúar frá stofnuninni eru staddir hér á landi til þess að fylgjast með því að alþingiskosningarnar í dag fari fram samkvæmt lögum og reglum. „Við verðum í tveggja manna teymum. Þau vinna út frá Akureyri, Borgarnesi, Selfossi, Hafnarfirði og Reykjavík og fylgjast með framkvæmd kosninganna,“ sagði Stonestreet.

ÖSE hefur það verkefni öðru fremur að fylgjast með heildrænni umgjörð kosninga.

Hinn 12. febrúar sl. bauð fastanefnd Íslands hjá ÖSE stofnuninni að hafa eftirlit með kosningunum. Á þeim tíma hafði mikil ólga einkennt stjórnmálaumræðu en ný ríkisstjórn var þá nýtekin við völdum, í kjölfar mótmæla við Alþingishúsið og við stjórnarráðið. Fulltrúar frá ÖSE komu síðan hingað til lands og ræddu við embættismenn og stjórnmálamenn, og hlustuðu á viðhorf þeirra til kosninganna sem fara fram í dag.

Öll þátttökuríki ÖSE eru skuldbundin til að bjóða stofnuninni að hafa eftirlit með þing- og forsetakosningum en því er ætlað að styrkja lýðræði í ríkjum og tryggja að kosningar fari eðlilega fram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert