ÖSE í öllum kjördæmum

mbl.is/Ómar

„Við  verðum á ferðinni um landið og ætl­um að fylgj­ast með fram­kvæmd kosn­ing­anna í öll­um kjör­dæm­um,“ sagði Jon­ath­an Stonestreet, talsmaður Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un­ar Evr­ópu (ÖSE), í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær.

Tíu full­trú­ar frá stofn­un­inni eru stadd­ir hér á landi til þess að fylgj­ast með því að alþing­is­kosn­ing­arn­ar í dag fari fram sam­kvæmt lög­um og regl­um. „Við verðum í tveggja manna teym­um. Þau vinna út frá Ak­ur­eyri, Borg­ar­nesi, Sel­fossi, Hafnar­f­irði og Reykja­vík og fylgj­ast með fram­kvæmd kosn­ing­anna,“ sagði Stonestreet.

ÖSE hef­ur það verk­efni öðru frem­ur að fylgj­ast með heild­rænni um­gjörð kosn­inga.

Hinn 12. fe­brú­ar sl. bauð fasta­nefnd Íslands hjá ÖSE stofn­un­inni að hafa eft­ir­lit með kosn­ing­un­um. Á þeim tíma hafði mik­il ólga ein­kennt stjórn­má­laum­ræðu en ný rík­is­stjórn var þá ný­tek­in við völd­um, í kjöl­far mót­mæla við Alþing­is­húsið og við stjórn­ar­ráðið. Full­trú­ar frá ÖSE komu síðan hingað til lands og ræddu við emb­ætt­is­menn og stjórn­mála­menn, og hl­ustuðu á viðhorf þeirra til kosn­ing­anna sem fara fram í dag.

Öll þátt­töku­ríki ÖSE eru skuld­bund­in til að bjóða stofn­un­inni að hafa eft­ir­lit með þing- og for­seta­kosn­ing­um en því er ætlað að styrkja lýðræði í ríkj­um og tryggja að kosn­ing­ar fari eðli­lega fram.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert