Sjálfstæðisflokkur tapar

Mikil gleði ríkir á kosningavöku Borgarahreyfingarinnar í Reykjavík.
Mikil gleði ríkir á kosningavöku Borgarahreyfingarinnar í Reykjavík. mbl.is/Ómar

Ljóst er að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tap­ar miklu fylgi í alþing­is­kosn­ing­un­um, sem fóru fram í dag. Þegar töl­ur hafa birst úr öll­um kjör­dæm­um er út­lit fyr­ir að flokk­ur­inn fái 23% at­kvæða og 15 þing­menn og tapi 10 þing­mönn­um frá þing­kosn­ing­un­um árið 2007.  Er þetta verstu kosn­inga­úr­slit flokks­ins.

Sam­kvæmt þess­um fyrstu töl­um bæt­ir  að Sam­fylk­ing­in fái 22 þing­menn, bæti við sig fjór­um þing­mönn­um, og Vinstri­hreyf­ing­in-grænt fram­boð fái 13 þing­menn, bæti við sig fjór­um. Sam­kvæmt þessu hafa nú­ver­andi stjórn­ar­flokk­ar ör­ugg­an þing­meiri­hluta, 35 þing­menn af 63.

Borg­ara­hreyf­ing­in fær 4 þing­menn kjörna og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 9. Hvorki Frjáls­lyndi flokk­ur­inn né Lýðræðis­hreyf­ing­in fá menn kjörna á þing.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert