Sjálfstæðisflokkur tapar

Mikil gleði ríkir á kosningavöku Borgarahreyfingarinnar í Reykjavík.
Mikil gleði ríkir á kosningavöku Borgarahreyfingarinnar í Reykjavík. mbl.is/Ómar

Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn tapar miklu fylgi í alþingiskosningunum, sem fóru fram í dag. Þegar tölur hafa birst úr öllum kjördæmum er útlit fyrir að flokkurinn fái 23% atkvæða og 15 þingmenn og tapi 10 þingmönnum frá þingkosningunum árið 2007.  Er þetta verstu kosningaúrslit flokksins.

Samkvæmt þessum fyrstu tölum bætir  að Samfylkingin fái 22 þingmenn, bæti við sig fjórum þingmönnum, og Vinstrihreyfingin-grænt framboð fái 13 þingmenn, bæti við sig fjórum. Samkvæmt þessu hafa núverandi stjórnarflokkar öruggan þingmeirihluta, 35 þingmenn af 63.

Borgarahreyfingin fær 4 þingmenn kjörna og Framsóknarflokkurinn 9. Hvorki Frjálslyndi flokkurinn né Lýðræðishreyfingin fá menn kjörna á þing.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert