Árni Johnsen niður um þingsæti

Árni Johnsen.
Árni Johnsen.

Í alþing­is­kosn­ing­un­um í gær strikuðu 17% kjós­enda Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi yfir nafn Árna Johnsen og fær­ist hann niður um eitt þing­sæti. Þetta þýðir að Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, sem er nýr þingmaður, verður ann­ar þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í kjör­dæm­inu og fær­ist upp fyr­ir Árna.

Í heild­ina var 24,4% at­kvæða Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi breytt, að sögn Karls Gauta Hjalta­son­ar, for­manns yfir­kjör­stjórn­ar í kjör­dæm­inu. Fyr­ir tveim­ur árum var strikað yfir nafn Árna á 22% at­kvæða og þá færðist hann einnig niður um þing­sæti.

Björg­vin G. Sig­urðsson lenti í út­strik­un­um að þessu sinni og var hann strikaður út af 8,3% kjós­enda Sam­fylk­ing­ar. Það mun þó ekki hafa áhrif á röðun­ina á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suður­kjör­dæmi.

Í Suðvest­ur­kjör­dæmi var fjór­um til fimm þúsund at­kvæðaseðlum breytt. Jón­as Þór Guðmunds­son, formaður yfir­kjör­stjórn­ar, seg­ir að eng­ar vís­bend­ing­ar séu um að breytt­ir seðlar muni hafa áhrif á röðun á list­um. Í Norðvest­ur­kjör­dæmi var tölu­vert um út­strik­an­ir en þær voru ekki það marg­ar að það nægði til þess að breyta röðun, að sögn Rík­h­arðs Más­son­ar, for­manns yfir­kjör­stjórn­ar. Rík­h­arður seg­ir að Ólína Þor­varðardótt­ir, fram­bjóðandi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hafi oft­ast verið strikuð út eða 181 sinni. Jón Bjarna­son og Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir hjá Vinstri græn­um urðu líka fyr­ir barðinu á penn­um en þau voru bæði með á annað hundrað út­strik­an­ir. Ein­ar K. Guðfinns­son og Ásbjörn Ótt­ars­son voru einnig strikaðir oft út.

Útstrik­an­ir voru til­tölu­lega fáar í Norðaust­ur­kjör­dæmi og hafa þær ekki áhrif á röð fram­bjóðenda. Kristján Þór Júlí­us­son og Birk­ir Jón Jóns­son voru oft­ast strikaðir út og fengu báðir á þriðja hundrað strik yfir nafn sitt.

8,3% kjósenda Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi strikuðu yfir nafn Björgvins G. …
8,3% kjós­enda Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suður­kjör­dæmi strikuðu yfir nafn Björg­vins G. Sig­urðsson­ar. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka