Lokatölur hafa nú verið birtar úr öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi en þeirra er að vænta innan tíðar. Ástæðan fyrir töfinni er að utankjörfundaratkvæði stefndu ekki við kjörgögn og því þarf að telja þau aftur.
Lengi var beðið eftir tölum úr Suðvesturkjördæmi en að sögn Jónasar Þórs Guðmundssonar, formanns yfirkjörsóknar, urðu þau mistök í einni kjördeild, að utankjörfundaratkvæði voru óvart tekin með kjörfundaratkvæðum. Því þurfti að tvítelja öll atkvæði í kjördæminu.