Guðbjartur: Bjartsýnn á áframhaldandi samstarf

Guðbjartur Hannesson
Guðbjartur Hannesson

Guðbjart­ur Hann­es­son, efsti maður á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norðvest­ur­kjör­dæmi, seg­ist bjart­sýnn a að sam­komu­lag ná­ist um áfram­hald­andi rík­is­stjórn­ar­sam­starf Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs.

„Við erum mjög ánægð með það að rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir nái meiri­hluta og lít­um á það sem viður­kenn­ingu á þeim áhersl­um sem við höf­um lagt í sam­starfi okk­ar,” sagði hann er blaðamaður mbl.is ræddi við hann í nótt.

Guðbjart­ur sagði að þrátt fyr­ir að Sam­fylk­ing­in hafi verið stærsti flokk­ur kjör­dæm­is­ins frá því fyrstu töl­ur voru birt­ar og fram til klukk­an hálf fjög­ur í nótt þyrði hann lítið að segja fyrr en síðustu töl­ur hefðu skilað sér. Töl­ur í kjöl­dæm­inu virt­ust birt­ar eft­ir svæðum og reynsl­an frá síðustu kosn­ing­um sýndi að enn gæti margt gerst.

Spurður um ólíka af­stöðu stjórn­ar­flokk­anna til Evr­ópu­sam­bands­ins sagðist Guðbjart­ur ekki telja að hún muni standa í vegi fyr­ir áfram­hald­andi sam­starfi þeirra.

„Við höf­um metið það þannig að þjóðin eigi að ráða og ég hef ekki skilið það þannig að Vinsti græn­ir setji sig upp á móti því. Menn geta svo auðvitað verið ósam­mála þegar að at­kvæðagreiðslu kem­ur,” sagði hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert