Guðbjartur: Bjartsýnn á áframhaldandi samstarf

Guðbjartur Hannesson
Guðbjartur Hannesson

Guðbjartur Hannesson, efsti maður á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, segist bjartsýnn a að samkomulag náist um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.

„Við erum mjög ánægð með það að ríkisstjórnarflokkarnir nái meirihluta og lítum á það sem viðurkenningu á þeim áherslum sem við höfum lagt í samstarfi okkar,” sagði hann er blaðamaður mbl.is ræddi við hann í nótt.

Guðbjartur sagði að þrátt fyrir að Samfylkingin hafi verið stærsti flokkur kjördæmisins frá því fyrstu tölur voru birtar og fram til klukkan hálf fjögur í nótt þyrði hann lítið að segja fyrr en síðustu tölur hefðu skilað sér. Tölur í kjöldæminu virtust birtar eftir svæðum og reynslan frá síðustu kosningum sýndi að enn gæti margt gerst.

Spurður um ólíka afstöðu stjórnarflokkanna til Evrópusambandsins sagðist Guðbjartur ekki telja að hún muni standa í vegi fyrir áframhaldandi samstarfi þeirra.

„Við höfum metið það þannig að þjóðin eigi að ráða og ég hef ekki skilið það þannig að Vinsti grænir setji sig upp á móti því. Menn geta svo auðvitað verið ósammála þegar að atkvæðagreiðslu kemur,” sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert