Nýtt Alþingi Íslendinga

Borgarahreyfingin fagnaði sigri í nótt. Flokkurinn fékk 4 menn kjörna …
Borgarahreyfingin fagnaði sigri í nótt. Flokkurinn fékk 4 menn kjörna á þing. mbl.is/Kristinn

Tutt­ugu og sjö nýir þing­menn setj­ast á Alþingi eft­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar í gær. Þetta varð ljóst þegar síðustu töl­ur bár­ust loks úr NA-kjör­dæmi á ní­unda tím­an­um í morg­un. Af 63 þing­mönn­um eru 26 kon­ur eða 43%. Átta þing­menn, sem sótt­ust eft­ir end­ur­kjöri og voru of­ar­lega á fram­boðslist­um, náðu ekki end­ur­kjöri.

Sam­fylk­ing­in er stærsti stjórn­mála­flokk­ur­inn eft­ir kosn­ing­arn­ar, fékk 29,8% at­kvæða og 20 þing­menn, bætti við sig 2.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fékk 23,7% at­kvæða og 16 þing­menn, tapaði 9 og hef­ur fylgi flokks­ins aldrei verið jafn lítið.

Vinstri hreyf­ing­in grænt fram­boð fékk 21,7% at­kvæða og 14 þing­menn, bætti við sig fimm.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk 14,8% at­kvæða og 9 þing­menn, bætti við sig 3.

Þá varð til nýr þing­flokk­ur, Borg­ara­hreyf­ing­in, sem fékk 7,2% at­kvæða og 4 þing­menn.

Frjáls­lyndi flokk­ur­inn fékk 2,2% og eng­an mann en fékk 4 þing­menn kjörna árið 2007.

Þá fékk Lýðræðis­hreyf­ing­in 0,6% at­kvæða.

Marg­ir skiluðu auðu: 6.226 eða 3,2% allra sem komu á kjörstað.

Þing­menn Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is norður:

Kjör­dæma­kjörn­ir

  1. Jó­hanna Sig­urðardótt­ir (S)
  2. Katrín Jak­obs­dótt­ir (V)
  3. Ill­ugi Gunn­ars­son (D)
  4. Helgi Hjörv­ar (S)
  5. Árni Þór Sig­urðsson (V)
  6. Val­gerður Bjarna­dótt­ir (S)
  7. Pét­ur H. Blön­dal (D)
  8. Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son (B)
  9. Þrá­inn Bertels­son (O)

Upp­bót­arþing­menn

  • Álf­heiður Inga­dótt­ir (V)
  • Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir (S)

Þing­menn Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is suður:

Kjör­dæma­kjörn­ir

  1. Össur Skarp­héðins­son (S)
  2. Guðlaug­ur Þór Þórðar­son (D)
  3. Svandís Svavars­dótt­ir (V)
  4. Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir (S)
  5. Ólöf Nor­dal (D)
  6. Lilja Móses­dótt­ir (V)
  7. Skúli Helga­son (S)
  8. Vig­dís Hauks­dótt­ir (B)
  9. Birgitta Jóns­dótt­ir (O)

Upp­bót­arþing­menn

  • Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir (S)
  • Birg­ir Ármanns­son (D)

Þing­menn Suðvest­ur­kjör­dæm­is:

Kjör­dæma­kjörn­ir

  1. Árni Páll Árna­son (S)
  2. Bjarni Bene­dikts­son (D)
  3. Guðfríður Lilja Grét­ars­dótt­ir (V)
  4. Katrín Júlí­us­dótt­ir (S)
  5. Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir (D)
  6. Siv Friðleifs­dótt­ir (B)
  7. Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir (S)
  8. Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir (D)
  9. Þór Sa­ari (O)
  10. Ögmund­ur Jónas­son (V)

Upp­bót­arþing­menn

  • Magnús Orri Schram (S)
  • Jón Gunn­ars­son (D)

Þing­menn Norðvest­ur­kjör­dæm­is:

Kjör­dæma­kjörn­ir

  1. Ásbjörn Ótt­ars­son (D)
  2. Jón Bjarna­son (V)
  3. Guðbjart­ur Hann­es­son (S)
  4. Gunn­ar Bragi Sveins­son (B)
  5. Ein­ar K. Guðfinns­son (D)
  6. Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir (V)
  7. Ólína Þor­varðardótt­ir (S)
  8. Guðmund­ur Stein­gríms­son (B)

Upp­bót­arþingmaður

  • Ásmund­ur Ein­ar Daðason (V)

Þing­menn Norðaust­ur­kjör­dæm­is:

Kjör­dæma­kjörn­ir

  1. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son (V)
  2. Birk­ir Jón Jóns­son (B)
  3. Kristján L. Möller (S)
  4. Kristján Þór Júlí­us­son (D)
  5. Þuríður Backm­an (V)
  6. Hösk­uld­ur Þór Þór­halls­son (B)
  7. Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son (S)
  8. Björn Val­ur Gísla­son (V)
  9. Tryggvi Þór Her­berts­son (D)

Upp­bót­arþingmaður

  • Jón­ína Rós Guðmunds­dótt­ir (S)

Þing­menn Suður­kjör­dæm­is:

Kjör­dæma­kjörn­ir

  1. Björg­vin G. Sig­urðsson (S)
  2. Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir (D)
  3. Sig­urður Ingi Jó­hanns­son (B)
  4. Atli Gísla­son (V)
  5. Odd­ný G. Harðardótt­ir (S)
  6. Árni Johnsen (D)
  7. Eygló Þóra Harðardótt­ir (B)
  8. Ró­bert Mars­hall (S)
  9. Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir (D)

Upp­bót­arþingmaður

  • Mar­grét Tryggva­dótt­ir (O)

Útstrik­an­ir meiri en áður hafa sést

Fram hef­ur komið að mikið var um út­strik­an­ir víða, einkum þó hjá Sjálf­stæðis­flokki og Sam­fylk­ingu í Reykja­vík og í Suður­kjör­dæmi. Ekki er ljóst hvort þess­ar út­strik­an­ir hafa áhrif á röð fram­bjóðenda á list­um.

Eng­in nöfn hafa verið nefnd form­lega en röð þing­manna í ein­stök­um kjör­dæm­um gæti breyst. Að sögn Ástráðs Har­alds­son­ar, for­manns lands­kjör­stjórn­ar er ekki víst að fyer­ir liggi fyrr en á morg­un eða þriðju­dag, hvort og þá hvaða áhrif út­strik­an­ir hafa.

Inni og úti í nótt

Tals­verðar svipt­ing­ar urðu á því í nótt og morg­un hverj­ir væru lík­leg­ir þing­menn. Þær síðustu urðu þegar loka­töl­urn­ar voru birt­ar í Norðaust­ur­kjör­dæmi í morg­un en þá var ljóst að Sjálf­stæðis­flokk­ur hafði unnið mann af Fram­sókn­ar­flokki.

Við það varð til hring­ekja, sem leiddi til þess að Lúðvík Geirs­son, bæj­ar­stjóri í Hafnar­f­irði, missti þing­sæti í Suðvest­ur­kjör­dæmi, sem hann hafði haft síðari hluta næt­ur, í hend­ur Jóns Gunn­ars­son­ar. Þá féll einnig Huld Aðal­bjarn­ar­dótt­ir, Fram­sókn­ar­flokki, af lista yfir þing­menn Norðaust­ur­kjör­dæm­is en í stað henn­ar kom Jón­ína Rós Guðmunds­dótt­ir, Sam­fylk­ingu.

Nýir þing­menn

Vinstri­hreyf­ing­in-grænt fram­boð:
Guðfríður Lilja Grét­ars­dótt­ir, Suðvest­ur­kjör­dæmi, Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, Norðvest­ur­kjör­dæmi, Björn Val­ur Gísla­son, Norðaust­ur­kjör­dæmi,  Svandís Svavars­dótt­ir, Reykja­vík suður,  Lilja Móses­dótt­ir, Reykja­vík suður, Ásmund­ur Ein­ar Daðason, Norðvest­ur­kjör­dæmi.

Sjálf­stæðis­flokk­ur:
Ásbjörn Ótt­ars­son, Norðvest­ur­kjör­dæmi, Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, Suður­kjör­dæmi, Tryggvi Þór Her­berts­son, Norðaust­ur­kjör­dæmi.

Fram­sókn­ar­flokk­ur:
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, Reykja­vík norður, Gunn­ar Bragi Sveins­son, Norðvest­ur­kjör­dæmi, Guðmund­ur Stein­gríms­son, Norðvest­ur­kjör­dæmi, Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, Suður­kjör­dæmi, Vig­dís Hauks­dótt­ir,Reykja­vík suður.

Borg­ara­hreyf­ing­in:
Þrá­inn Bertels­son, Reykja­vík norður, Þór Sa­ari, Suðvest­ur­kjör­dæmi, Birgitta Jóns­dótt­ir, Reykja­vík suður, Mar­grét Tryggva­dótt­ir, Suður­kjör­dæmi. 

Sam­fylk­ing­in:
Val­gerður Bjarna­dótt­ir,Reykja­vík norður, Ólína Þor­varðardótt­ir, Norðvest­ur­kjör­dæmi, Odd­ný G. Harðardótt­ir, Suður­kjör­dæmi, Ró­bert Mars­hall, Suður­kjör­dæmi, Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son, Norðaust­ur­kjör­dæmi, Jón­ína Rós Guðmunds­dótt­ir, Norðaust­ur­kjör­dæmi,  Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, Reykja­vík suður, Skúli Helga­son, Reykja­vík suður, Magnús Orri Schram, Suðvest­ur­kjör­dæmi.

Falln­ir þing­menn

Þeir þing­menn, sem sótt­ust eft­ir end­ur­kjöri en náðu ekki, eru Arn­björg Sveins­dótt­ir, Ásta Möller, Sig­urður Kári Kristjáns­son og Kjart­an Ólafs­son,sem sátu á þingi fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn. Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir, þingmaður VG, og Guðjón A. Kristjáns­son, Grét­ar Mar Jóns­son og Karl Matth­ías­son, þing­menn Frjáls­lynda flokks­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert