Siv vill skoða ESB-stjórnarsamstarf

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

„Ég er til­bú­in til að skoða alla mögu­leika, þar með tal­inn mögu­leik­ann á sam­starfi Fram­sókn­ar­flokks, Borg­ara­hreyf­ing­ar og Sam­fylk­ing­ar um ESB-aðild,“ seg­ir Siv Friðleifs­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks.

Hún seg­ist líka til­bú­in að skoða mögu­leik­ann á sam­starfi við VG og Sam­fylk­ingu, rétt eins og að vera í stjórn­ar­and­stöðu og veita þar aðhald.

„En það er al­veg ljóst að Vinstri græn­ir eru bún­ir að grafa sig ofan í mjög djúpa holu. Ögmund­ur [Jónas­son] seg­ir að það vit­laus­asta sem við gæt­um gert, væri að ganga inn í Evr­ópu­sam­bandið. Þeir eru í mikl­um vanda með þetta mál og ég sé ekki al­veg hvernig þess­ir flokk­ar ætla að ná sam­an á næst­unni. Það er hins veg­ar hægt að mynda hér stjórn með Sam­fylk­ingu, Fram­sókn og Borg­ara­hreyf­ingu, sem væri þá til­bú­in til þess að sækja um ESB-aðild, með okk­ar ströngu skil­yrðum,“ seg­ir Siv.

Þrá­inn Bertels­son, ný­kjör­inn þingmaður Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar seg­ir af­stöðu síns flokks ljósa.

„Við vilj­um þjóðar­at­kvæðagreiðslur um stór og mik­il mál. Við treyst­um ekki stjórn­mála­flokk­un­um til að leysa þau án sam­ráðs við Þjóðina. Þjóðin á að hafa síðasta orðið um Evr­ópu­sam­bandið. Tvenn­ar kosn­ing­ar um ESB er bara bjána­skap­ur, það er bara taktík til að tefja mál og við stönd­um ekki í neinu svo­leiðis rugli eða blekk­ing­ar­leik. Það sem er eðli­leg­ast er að sótt verði um aðild að ESB. Síðan verði sá samn­ing­ur sem þar næst, kynnt­ur ræki­lega fyr­ir þjóðinni og greidd um hann at­kvæði,“ seg­ir Þrá­inn Bertels­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka