Stranda ekki á Evrópumálum

Steingrímur J. og Katrín Jakobsdóttir hittu Jóhönnu og Dag B. …
Steingrímur J. og Katrín Jakobsdóttir hittu Jóhönnu og Dag B. Eggertsson á heimili Jóhönnu í dag. mbl.is/Ómar

„Þetta var ágæt­ur fund­ur. Við fór­um vítt og breitt yfir mál­in og þess­um viðræðum verður haldið áfram á morg­un,“ sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar að lokn­um fundi með for­manni og vara­for­manni VG. Spurð hvort að viðræður strandi á Evr­ópu­mál­um sagði Jó­hanna svo ekki vera, farið hafi verið vel yfir þau mál. Hún sagði viðræðurn­ar lofa góðu fyr­ir fram­haldið.

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs og Katrín Jak­obs­dótt­ir, vara­formaður VG gengu á fund Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Dags B. Eggerts­son­ar, vara­for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á þriðja tím­an­um til að ræða áfram­hald­andi stjórn­ar­sam­starf flokk­anna.

Þing­flokk­ar koma sam­an á morg­un og þá mun Jó­hanna Sig­urðardótt­ir einnig ganga á fund Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta Íslands og gera hon­um grein fyr­ir stöðunni að lokn­um kosn­ing­um.

Jó­hanna sagði að viðræðum full­trúa flokk­anna yrði fram haldið á morg­un.

Stein­grím­ur vildi eng­ar yf­ir­lýs­ing­ar gefa eft­ir fund­inn. Hann sagði fund­inn góðan og gagn­leg­an. Hann gaf ekk­ert út á hvort hann væri bjart­sýnn á fram­haldið. Spurður út í lengd fund­ar­ins - hann stóð í tæp­ar þrjár klukku­stund­ir - sagði Stein­grím­ur hana skýr­ast af góðum veit­ing­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert