Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Sjónvarpinu í kvöld að það væri bara grautfúlt að fylgjast með talningu kosninganna sem fram fóru í dag. „Þetta er bara alveg grautfúlt en við verðum að horfast í augu við það og byrja svo á morgun að byggja upp." sagði hún.
Þorgerður sagði ljóst að það stefni í vinstri stjórn í landinu og sagði það aldrei gott en að menn geti huggað sig við gamla lagið „tvö skref til hægri og eitt skref til vinstri".
Aðspurð sagðist hún taka niðurstöðuna til sín og telja að allir sjálfstæðismenn gerðu það.