Upphafið að endurreisn flokksins

Framsóknarmenn hafa glaðst í kvöld en útlit er fyrir góðan …
Framsóknarmenn hafa glaðst í kvöld en útlit er fyrir góðan sigur flokksins. mbl.is/Kristinn

„Ég lít á þetta sem upphafið að endurreisn Framsóknarflokksins," sagði Birkir Jón Jónsson, oddviti framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt síðustu tölum er flokkurinn með 24,5% atkvæða í kjördæminu og þrjá þingmenn.

Birkir sagði að allt stefni í mesta kosningasigur Framsóknarflokksins á  seinni árum. Hann sagðist spá því, að flokkurinn muni eflast mjög á næstu árum enda sé ný kynslóð tekin við keflinu sem muni láta hendur standa fram úr ermum.

Birkir leiðir nú lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í fyrsta sinn en hann tók við oddvitasætinu af Valgerði Sverrisdóttur. En Birkir sagði, að sigur flokksins þar nú væri ekki hans heldur þess fólks, sem lagt hefði á sig mikla vinnu að undanförnu í kosningabaráttunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert