Úrslitin ekki sigur fyrir ESB-sinna

Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ragnheiður Elín Árnadóttir mbl.is

Ragnheiður Elín Árnadóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að flokksmenn í kjördæminu geti að vissu leyti borið höfuðið hátt, þrátt fyrir að hafa tapað einum manni. Flokkurinn fékk þrjá þingmenn í kosningunum í gær.

Ragnheiður Elín kveðst ekki hafa fundið fyrir áhuga kjósenda í kjördæminu á aðild að Evrópusambandinu og hún geti ekki skrifað undir að úrslit kosninganna séu sigur fyrir Evrópusinna, a.m.k. ekki í Suðurkjördæmi.

Góður árangur VG sé væri heldur ekki til marks um áhuga á ESB. Fólk hefði fyrst og fremst haft hugann við atvinnu- og efnahagsmálin og málflutningur sjálfstæðismanna hefði fengið góðan hljómgrunn.

„En við fundum að við áttum á brattann að sækja,“ sagði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert