Úrslitin ekki sigur fyrir ESB-sinna

Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ragnheiður Elín Árnadóttir mbl.is

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi, seg­ir að flokks­menn í kjör­dæm­inu geti að vissu leyti borið höfuðið hátt, þrátt fyr­ir að hafa tapað ein­um manni. Flokk­ur­inn fékk þrjá þing­menn í kosn­ing­un­um í gær.

Ragn­heiður Elín kveðst ekki hafa fundið fyr­ir áhuga kjós­enda í kjör­dæm­inu á aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og hún geti ekki skrifað und­ir að úr­slit kosn­ing­anna séu sig­ur fyr­ir Evr­óp­us­inna, a.m.k. ekki í Suður­kjör­dæmi.

Góður ár­ang­ur VG sé væri held­ur ekki til marks um áhuga á ESB. Fólk hefði fyrst og fremst haft hug­ann við at­vinnu- og efna­hags­mál­in og mál­flutn­ing­ur sjálf­stæðismanna hefði fengið góðan hljóm­grunn.

„En við fund­um að við átt­um á bratt­ann að sækja,“ sagði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka