VG verður að gefa eftir í Evrópumálum

Sigmundur Davíð á kosningavöku Framsóknarflokksins í kvöld.
Sigmundur Davíð á kosningavöku Framsóknarflokksins í kvöld. mbl.is/Kristinn

„Ég er mjög sátt­ur við niður­stöðu okk­ar flokks. Við juk­um fylgið um fjórðung frá síðustu könn­un og um helm­ing frá því viku fyr­ir kosn­ing­ar. Reynd­ar er ég mjög svekkt­ur yfir því að missa þarna rétt í lok­in tí­unda mann Fram­sókn­ar­flokks­ins með nokkr­um at­kvæðum. Það hefði verið mjög góð viðbót í þing­flokk­inn. En við tók­um þetta dá­lítið mikið á loka­sprett­in­um,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Hann seg­ir út­komu annarra flokka líkt og bú­ast mátti við. VG vinni sig­ur, sjálf­stæðis­menn hafi reynd­ar ekki skilað sér jafn­vel og hann bjóst sjálf­ur við og Sam­fylk­ing­in sé nokk­urn veg­inn með það fylgi sem verið hef­ur að und­an­förnu.

„Ég tel reynd­ar að fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sé viðkvæm­ara nú en oft áður vegna þess að það bygg­ist svo mikið á tveim­ur hlut­um. Ann­ars veg­ar Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur og hins veg­ar Evr­ópu­sam­band­inu. Ég held að veru­leg­ur hluti hafi kosið flokk­inn út á Evr­ópu­stefn­una.“

Stjórn­ar­flokk­arn­ir, VG og Sam­fylk­ing fengu sam­tals 34 þing­menn og fátt sem bend­ir til ann­ars en að stjórn­ar­sam­starf flokk­anna verði end­ur­nýjað.

„Nú verður áhuga­vert að sjá hvort að VG gef­ur eft­ir í Evr­ópu­mál­um. Það er eig­in­lega ómögu­legt fyr­ir Sam­fylk­ing­una að gefa eft­ir í sinni stefnu gagn­vart ESB. Þetta velt­ur svo­lítið á VG hvort þeir eru til­bún­ir að gefa eft­ir eða ekki,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð.

Hann seg­ir aðra kosti í stöðunni en eng­inn þeirra sé góður.

„Það eru veru­leg vand­kvæði á öll­um kost­um. Ef við tök­um til að mynda Evr­ópu­sam­bands­stjórn eða sam­starf Fram­sókn­ar­flokks, Borg­ara­hreyf­ing­ar og Sam­fylk­ing­ar, þá hefði sú stjórn 33 manna meiri­hluta. Það er til­tölu­lega lít­ill meiri­hluti fyr­ir stjórn, þar sem inni er einn nýr flokk­ur sem hef­ur þá stefnu að hver og einn þingmaður sé frí­spilandi. Því til viðbót­ar er Sam­fylk­ing­in með mik­inn og stór­an hóp nýs fólks sem maður veit ekki al­veg hvernig mun haga sér. Það væri því ekki mjög trygg­ur meiri­hluti í slíkri stjórn,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð.

Sam­starf VG og Sjálf­stæðis­flokks kem­ur vart til greina í nokk­urri mynd en í álykt­un sem samþykkt var á lands­fundi VG í mars seg­ir að Vinstri græn muni ekki taka þátt í stjórn­ar­sam­starfi með Sjálf­stæðis­flokkn­um að lokn­um kosn­ing­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert