Starfshópur um Evrópumálin

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Ég er ekk­ert viss um að það sé langt í land,“ sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í sam­tali við Sjón­varpið í kvöld aðspurð um sam­komu­lag um Evr­ópu­mál­in. Jó­hanna kvaðst vera bjart­sýn á fram­hald stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðnanna eft­ir fund for­ustu­manna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og VG í dag.

Jó­hanna sagði það ein­læg­an vilja beggja flokk­anna að ná sam­an um áfram­hald­andi sam­starf. Hún kvaðst telja að það dygði til að ná niður­stöðu í mál­un­um sem rædd eru, líka í Evr­ópu­sam­bands­mál­un­um. 

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son neitaði því í sam­tali við Sjón­varpið að VG sé að gefa eft­ir í Evr­ópu­mál­un­um. Hann sagði að þau væru bjart­sýn því til staðar sé eind­ræg­ur vilji. „Við ætl­um að fara vel með þetta sögu­lega tæki­færi sem við vinstri menn höf­um nú fengið í hend­ur til að mynda hér trausta meiri­hluta-, vel­ferðar- og end­ur­reisn­ar­stjórn í besta nor­ræna anda,“ sagði Stein­grím­ur í sam­tali við Sjón­varpið.  „Við ætl­um okk­ur að leysa þau mál sem við þurf­um að leysa til þess að þetta tæki­færi gangi okk­ur ekki úr greip­um.“ 

Á fund­in­um í dag var ákveðið að skipa starfs­hóp und­ir for­ystu þeirra Dags B. Eggerts­son­ar, vara­for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, vara­for­manns VG, til að ræða mál­in varðandi Evr­ópu­sam­bandið. „Við erum ákveðin í að leysa það mál,“ sagði Jó­hanna. Skipa á ann­an starfs­hóp til að skoða stjórn­kerf­is­breyt­ing­ar. 

Jó­hanna sagði að þau hafi ekki sett sér nein tíma­mörk í viðræðunum og taldi þau ekki þurfa. Meiri­hluta­stjórn sé í land­inu og mun hún hitt­ast á rík­is­stjórn­ar­fundi á morg­un. Hún sagði ein­dreg­inn vilja beggja flokka til að ná niður­stöðu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert