Flokkurinn þarf að fara í mikla naflaskoðun

Kristján Þór Júlíusson.
Kristján Þór Júlíusson. mbl.is/Skapti

„Það er þessi langi vetur og þetta langa ár í stjórnmálunum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að glíma við. Það eru mikil þyngsli í Sjálfstæðisflokknum og það orsakar mikið fylgishrun um allt land. Í sjálfu sér er ekki um neitt eitt mál að ræða umfram annað,“ segir Kristján Þór Júlíusson, oddviti sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi.

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði miklu fylgi í kjördæminu í kosningunum. Fór úr 28 prósentum árið 2007 niður í 17,5 nú.

Kristján Þór segir að umræðan hafi snúist gegn Sjálfstæðisflokknum frá því bankarnir hrundu í byrjun október. „Það er í sjálfu sér eðlilegt að það gerist þar sem flokkurinn hefur verið við völd svo lengi og þessir atburðir gerðust þegar hann fór með stjórn landsins.“

Kristján Þór segir að kosningarnar hafi litast af því að frekar hafi verið horft í baksýnisspegilinn heldur en fram á við. „Baráttan þróaðist með þessum hætti og ég tel að það hafi komi niður á Sjálfstæðisflokknum,“ segir Kristján Þór.

Hann segir flokkinn þurfa að fara í naflaskoðun vegna úrslitanna og það sé mikið verk fyrir höndum við að efla traust á flokknum. „Flokksmenn þurfa að þjappa sér saman og fara í naflaskoðun. Það þarf að byggja traustið upp að nýju, innan frá.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert