Sjálfstæðisflokkur fótbrotinn á báðum fótum

00:00
00:00

Það er fjar­stæða að halda því fram að niðurstaða Alþing­is­kosn­ing­anna sé krafa þjóðar­inn­ar um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Þetta seg­ir Kjart­an Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæðis­flokks­ins og seg­ir það frá­leitt í ljósi þess að Vinstri­hreyf­ing­in-grænt fram­boð hafi unnið stærst­an sig­ur en sá flokk­ur sé ein­dregn­asti and­stæðing­ur Evr­ópu­sam­bands­ins.

Kjart­an seg­ir að þjóðin hafi verið að kvarta und­an Sjálf­stæðis­flokkn­um og sjálf­stæðis­menn verði bara að taka því enda hafi þeir svosem áður orðið fyr­ir áföll­um í kosn­ing­um. Hann spá­ir þvi að það stefni í mik­il átök milli stjórn­ar­flokk­anna en báðir flokk­ar séu óánægðir með sinn hlut eft­ir að úr­slit kosn­ing­anna lágu fyr­ir.

Sam­fylk­ing­in tali nú um að hún sé stærsti flokk­ur­inn en hún hafi ekki náð að rjúfa þrjá­tíu pró­senta múr­inn sem hún gerði mikið úr í kosn­ing­un­um 2006. Þá hafi hún fengið minna fylgi en 2003.  Þetta sé ef­laust mik­ill ósig­ur í hug­um sam­fylk­ing­ar­manna og það sé eng­inn sig­ur að verða stærri en Sjálf­stæðis­flokk­ur­innn þegar hann hökti um í hlaup­inu fót­brot­inn á báðum fót­um.

Kjart­an  seg­ir að hrak­leg út­reið sjálf­stæðismanna í kosn­ing­un­um eigi sér marg­ar skýr­ing­ar, Sjálf­stæðis­flokkk­ur­inn hafi verið í rík­is­stjórn þegar bank­arn­ir hrundu í októ­ber í fyrra. Það hafi því verið hæg heima­tök­in að kenna flokkn­um um enda hafi hann verið áhrifa­mik­ill tvo ára­tugi. Sam­fylk­ing­in hafi brugðist í stjórn­ar­sam­starf­inu, svikið Sjálf­stæðis­flokk­inn og gef­ist upp fyr­ir skríls­lát­um á Aust­ur­velli. Dap­ur­leg tíðindi af styrkja­mál­um svo­kölluðums sem dunið hafi á á í kring­um pásk­ana, hafi enn­frem­ur skaðað flokk­inn mikið.

Kjart­an seg­ir að það hafi held­ur ekki hjálpað til þegar hóp­ur manna sem sum­ir hverj­ir hafi gegnt æðstu trúnaðar­störf­um fyr­ir flokk­inn, hafi tekið sig til eft­ir lands­fund flokks­ins og hvatt fólk til að kjósa aðra flokka, Þetta hafi þeir gert þegar ljóst varð að þeir höfðu orðið und­ir í at­kvæðagreiðslu á fund­in­um  um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu.

Vil­hjálm­ur Eg­ils­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins sagði á kosn­ing­anótt að ræða Davíðs Odds­son­ar á lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins hefði eyðilagt fyr­ir flokkn­um. Kjart­an tek­ur ekki und­ir það og seg­ir eðli­legt að Davíð hafi tjáð sig á þess­um vett­vangi eft­ir það sem á und­an var gengið en nán­ast hafi verið mynduð rík­is­stjórn í land­inu til að hrekja hann úr starfi. Kjart­an seg­ist ekki hafa orðið var við annað en að flokks­menn hafi tekið ræðunni ágæt­lega. Auðvitað hafi ekki all­ir verið ánægðir, ekki þeir sem hafi verið fjallað um með gagn­rýn­um hætti í ræðunni. En það ef­ist eng­inn um það í Sjálf­stæðis­flokkn­um að Davíð Odds­son seg­ir ávallt hug sinn all­an.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert