Fundað um stjórnarmyndun í Norræna húsinu

Frá fyrsta formlega stjórnarmyndunarfundi Samfylkingarinnar og VG í dag.
Frá fyrsta formlega stjórnarmyndunarfundi Samfylkingarinnar og VG í dag. mbl.is/Golli

Fyrsti formlegi stjórnarmyndunarfundur Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs hófst í Norræna húsinu á sjötta tímanum í kvöld.

Fundinn sitja auk Jóhönnu Sigurðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, og Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, þau Dagur B. Eggertsson og Katrín Jakobsdóttir, varaformenn flokkanna, Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu og Finnur Dellsén, aðstoðarmaður Steingríms.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka